Kirkjuritið - 01.06.1937, Síða 40

Kirkjuritið - 01.06.1937, Síða 40
238 Erlendar fréttir. Kirkjuritið. ar, og stakk dr. Stanley Jones upp á því við forsetann, að hann tæki forystuna þar og beitti sér fyrir hinni fyrirhuguðu sókn meðal þeirra. Þetta gat þó ekki orðið vegna þess, að forsetinn þurfti að vera annarsstaðar einmitt um þessar mundir. En hann bauðst til þess, að kalla þessa stjórnarmeðlimi til sín, og gætu þeir svo verið saman og talast við í Hvíta húsinu svo sem 3—4 klukkustundir, er þeir liefðu komið sér saman um, hvaða leiðir helzt skyldi fara við það, að gera stjórn Bandaríkjanna sann- kristna. Þá benti dr. Stanley Jones forsetanum á það, að honum bæri að ganga á undan og hjálpa þjóðinni til þess að velja heppilega á milli kommúnisma, fasisma og kristindóms. For- setinn tók þessu með opnum huga og mikíum áhuga. Einnig benti dr. Stanley Jones Roosevelt á það, að hann gæti unnið gott verk í þágu friðarins með þvi, að gefa Japan og Asíuþjóðunum jafnrétti við aðrar þjóðir viðvíkjandi inn- flutningi fólks til Bandaríkjanna. Forsetinn varð hissa, er dr. Stanley Jones vakti athygli hans á því, að þetta mundi nema aðeins 250 manna aukningu á ári frá allri Asíu, og hann lofaði að taka þetta til íhugunar. Þegar maður les um menn eins og Stanley Jones, þá minnist maður orða Krists: „Sælir eru friðfiytjendur, því að þeir munu Guðs synir kallaðir verða“. Þessir menn eru salt jarðarinnar og ljós heimsins. — Guð blessi þá. í haust leggur svo dr. Stanley Jones af stað i sex mánaða ferðalag um Kina, í samráði við alþjóðaráð kristinna safnaða í Kina. Pétur Sigurðsson. Frá norsku kirkjunni. Það er eftirtektarvert og gleðilegt, hve prestar og sóknar- nefndir i Noregi hafa orðið samtaka um það, að kjósa jafn við- sýnan afburðamann og Eivind Berggrav fyrir biskup í Osló. Hann fékk sem fyrsti maður 243 atkvæði, en hinir tveir, er atkvæði skiftust á, til samans aðeins 165 atkv. Þetta vekur al- mennan fögnuð í norskum blöðum öðrum en þeim, sem kend eru við þröngsýni og ofstæki. En Berggrav biskup hefir aldrei verið neinn flokksmaður, hvorki í stjórnmálum né kirkju- málum. Berggrav tekur nú við veglegasta einbættinu í norsku kirkj- unni af Johan Lunde, sem varð að láta af því fyrir aldurs sakir, einörðum prédikara og víðfrægum barnavini. Munu það margir mæla, að Berggrav verði réttur maður á réttum stað, þvi að kristin trúarreynsla, brautryðjandahæfileikar, vitsmunir, þekk- ing og vegsöguþor hafa einkent bækur hans og ritstjórn á „Kirke

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.