Kirkjuritið - 01.02.1938, Side 35

Kirkjuritið - 01.02.1938, Side 35
Kirkjuritið. Erlendar bækur. 73 asta er lengst, heil æfisaga sögð í þáttum. Fyrri bókum frúar- innar hefir verið vel tekið. En nú eru tökin að verða fastari, rithöfundarþroskinn og listgáfan að vaxa. Sérstaklega gætir aæms skilnings á sálarlífi manna og hæfleika til þess að láta lesandann sjá það, sem Iiöf. vill sýna honum. Heill og sannur umbótahugur eykur einnig sögunum gildi. Sveri'e Norborg: Oxford-hreyfingin. Reykjavík 193(i. Bókafor- 'ag Jóns Helgasonar. Bækling þennan las ég á frummálinu, er hann var nýkominn ut, og þótti mér hann lýsa svo vel Oxford-hreyfingunni nýju, Í Stuttu máli, að ég óskaði þess, að hann yrði þýddur á islenzku °g gefinn út. Nú hefir þessu verið hrundið í framkvæmd, og eiga þeir þakkir skyldar, sem hafa unnið þetta nytjaverk. Kristilegt stúdentablað 1. des. 1937. Útgefandi: Kristilegt stúdentafélag. Mörgum mun hafa orðið það gleðiefni 1. des síðastl., er þeir heyrðu boðið á götum bæjarins Kristilegt stúdentahlað, og þótt sem vonirnar um stúdentalif hér á landi yrðu við það fegurri og bjart- ari. Enn er raunar Kristilega stúdentafélagið, sem gefur blaðið út, fáment, en þessi litli kvistur getur orðið mikill og sterkur meið- ur. Og ekkert afl er til, sem getur hrifið hugi ungra manna eins gersamlega á sitt vald eins og kristindómurinn. Greinarnar í tdaðinu eru vel ritaðar. Einkum mun vekja atliygli greinin: Hversvegna ég er kristinn. Segja tveir ungir stúdentar i henni *rá trúarrevnslu sinni. Á. G. ERLENDAR BÆKUR sendar til umsagnar. Holger Mosbech: Evangelieliteraturens Tilblivelse. Köben- 'iavn 1937. Kirkjuritið hefir sagt áður frá erindum þeim, er dr. Holger Mosbech prófessor flutti síðastl. vetur hér við Háskólann um Það, með hverjum hætti guðspjöllin væru til orðin. Jafnskjótt sem hann kom aftur heim til sin, tók hann að undirbúa útgáfu þeirra. Bókin kom svo út í sumar, og er að öllu hin vandaðasta. bað sem vakið hefir aðdáun manna á þessari bók bæði hér a 'andi og í Danmörku er það, hversu höf. tekst vel að lýsa

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.