Kirkjuritið - 01.08.1939, Side 21
Kirkjuritið.
Heim til Guðs ríkis.
Vígsluprédikun Sigurgeirs biskups Sigurðsscnar
í dómkirkjunni 3. s.d. e. trinit., 25. júní 1939.
Texti: Lúk. 15,11—32.
Guðspjall þessa lielga dags, þessi frásaga, sem ef til vill
er ein hin allra fegursta og merkasta, sem færð heíir verið
í letnr, leiðir hugann að kjarna kristindómsins, inst að
•ijarta hans, að því sem dásamlegast er af öllu í boðskap
•fesú Krists til mannkynsins - þangað, sem fyrirgefandi
elska Guðs Irlasir við oss í sinni fegurstu mynd, er hann
hreiðir fagnandi faðm sinn móti breyskum, týndum syni,
seni er að koma lieim til iians. — Það er slórt verkefni að
lala um þessa frásögu, þenna hjarta boðskap, sem er alt i
senn, stórfenglegur, djúpur og leyndardómsfullur. Mér
hefir oft fundist, er ég átti að tala um þessa frásögu, að
lúm væri mér ofvaxið umtalsefni, og ég stend í dag gagn-
vart henni með hinni sömu tilfinningu. Sjált er hún ein
hin allra áhrifaríkasta prédikun sem til er, og boðskapur
hennar snertir sérhverja mannssál, sem finnur, að hún
Þarf á kærleika Guðs að halda. Hún gefur þeim vonum
niannkynsins, sem leita að kærleiksríkum tilgangi tilver-
nnnar, máttuga vængi. Hún opnar mannssálinni nýjan
heim Guðs óendanlegu miskunnar og kærleika. Þessi
hrífandi og undurfagri boðskapur um kærleika Guðs,
hiinneska föðursins, svalar liinni dýpstu þrá í brjósti
mannsins, þeirri þrá, sem leitar að kærleika, þeim barmi,
seni all kann að fyrirgefa. Vér þráum kærleikann öll. í
einhverjum skilningi kann sú stund að koma yfir oss í
hti voru, að vér ósjálfrátt lirópum með skáldinu: