Kirkjuritið - 01.08.1939, Blaðsíða 42
Aðalfundur Prestafélags Islands. Ág.-Sept.
256
Kosning stjórnar
og endurskoð-
enda
frá
Bjarni Jónsson vígslubiskup baðst eindregið
undan endurkosningu í stjórn félagsins. Tók
fundurinn ósk hans til greina og þakkaði hon-
um jafnframt mikið og ágœtt starf í stjórn fé-
stofnun þess. Þessir menn voru kosnir í
lagsins, alt
stjórnina:
Séra Árni Sigurðsson.
Próf. Ásmundur Guðmundsson.
Séra Friðrik Hallgrímsson prófastur.
Séra Guðmundur Einarsson.
Próf. dr. Magnús Jónsson.
Endurskoðendur eru hinir sömu sem fyr:
Séra Kristinn Danielsson præp. lion.
Séra Þorsteinn Briem prófastur.
ALHEIMSFUNDUR KRISTINNA ÆSKUMANNA
var haldinn i sumar, 24. júlí—2. ágúst í Amsterdam.
Á þinginu voru alls 1700 fulltrúar, frá 70 þjóðum, flestallir
fyrir innan hálffertugt. Frá Stóra-Bretlandi og Bandaríkjunum
voru 000, yfir 100 frá Asíu, 25 frá Afríku og 45 frá Ástralíu.
Einkunnarorð mótsins voru letruð stórum stöfum í samkomu-
salnum: „Kristur sigurvegarinn.“ En markmið þess var það að
gefa kristnum æskumönnum ýmsra ólíkra landa tækifæri til þess
að kynnast hverir öðrum og skilja, að sannur kristindómur fel-
ur í sér einingu og bræðralag. Engin áberzla var lögð á það
að samþykkja tillögur né semja fundarályktanir, heldur á aukna
víðsýni og nýjar hvatir til starfa í eindrægni.
Svo virðist, sem þetta hafi verið síðustu forvöðin að sinni lil
þess að koma á alheimsmóti kristinna æskumanna. Helskúrir
voru nærri. En það var gleðilegt, að menn skyldu þrátt fyrir
alt þora að safnast saman í hundraðatali.
Kvölds og morgna fluttu leiðtogar kristninnar erindi, og á
hverjum degi var haldin framsöguræða um eitlhverl höfuðmál
og umræður á eftir. En sennilega varð mestur og beztur árang-
ur af því, er mcnn skiftu ser í smáflokka, lásu Bibliuna saman,
eða hugleiddu ýms vandamál. Við það auðguðust menn mjög
að skilningi, víðsýni og þrótti.