Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.08.1939, Page 74

Kirkjuritið - 01.08.1939, Page 74
288 Erlendar fréttir. Ág.-Sept. Stjórnin í Japan liefir borið fram frumvarp til laga um eftirlit me'ð trúfélögum i landinu. Eftirlitið á þó ekki að beinast að trúnni sjálfri, heldur að félagsskapnum einvörðungu. Gatunríki við Panamaskurðinn fær nú fyrsta lúterska prestinn sinn. Eru ekki nema 200 manns i söfnuðinum, en flestar þjóðir heimsins munu ciga fulltrúa i honum. Lútersku kirkjufélögin í Vesturheimi ætla að halda áratugshátíð sína 1940 og vclja sér fyrir hana þessi einkunnarorð: „Áfram í trú. Öll kirkjan boðar öllum heimi alt fagnaðarerindið<t. Allir kristnir menn eitt. Á þeim hörmunga tímum, sem nú eru að koma yfir mann- kynið, munu Norðurlandabúar vilja taka undir þá bæn, sem Eivind Berggrav Oslóarbiskup leggur til, að flutt verði i norskum kirkjum: „Drottinn, Kristur. Vilji veikra barna þinna lýtur þér. Vér játum þróttleysi vort, freistingar vorar, fall vort. En vér viljum einnig fá að játa í samciningu trú vora á þig sem eina konung vorn og frelsara. Hjálpaðu oss til þess að vera eitt í þér og föður þínum. Styrk oss í slríðinu gegn einþykni og hörku hjartna vorra. Stýr þjóðunum til trúar á kærleika þinn og kraft frið- þægingar þinnar. Lát kristna menn um veröld alla finna, að synduga menn, sem þú sameinar með hjálpræði þínu, megnar nú enginn máttur heimsins að slíta sundur.“ Krossher kirkjunnar í Danmörku hjelt fyrir skömmu guðsþjónustu fyrir verkamenn. Sóttu hana 800 manns. Hljómsveit lífvarðar konungs lék syrpu af þjóðlög- um og lauk með laginu: Konunga konungur. Þegar lagið hófst, stóðu allir upp eins og einn maður og hlýddu á standandi. Ef verkamenn allra landa hyltu Krist sem konung sinn, myndu þeir nú geta stöðvað stríðið. Kirkjuritið kemur út 10 sinnum á ári — alla mánuði ársins nema ágúst og septembermánuð — um 26 arkir alls og kostar kr. 5.00 árgangurinn. Gjalddagi 1. apríl — og 1. okt., ef menn kjósa held- ur að borga í tvennu lagi. Afgreiðslu og innheimtu annast séra P. Helgi Iljálmarsson, Hringbraut 144, sími 4776, Reykjavik.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.