Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.08.1939, Side 9

Kirkjuritið - 01.08.1939, Side 9
Kirkjuritið. Vita Sigurgeirs Sigurðssonar biskups við biskupsvígslu í Dómkirkjunni 3. snd. e. trinitatis (25. júní) 1939, þegar dr. theol. Jón Helgason biskup vígði hann eftirmann sinn. Ég, Sigurgeir Sigurðsson, sonur Sigurðar Eiríkssonar regluboða og konu hans, Svanhildar Sigurðardóttur, er fæddur að Túnprýði á Eyrarbakka í Árnessýslu, 3. dag ágústmánaðar 1890. Ólst ég upp á heimili foreldra minna á Evrarhakka til 14 ára aldurs, eftir að ég hafði verið fermdur í Eyrarhakkakirkju af séra Ólafi Magnússyni nú- verandi prófasti í Arnarhæli, en þá flullist ég ásamt þeim og fimm systkinum mínum til Reykjavíkur. Frá hernsku- og æskuheimili mínu á ég margar endurminningar, sem ég fæ ekki fullþakkað. Ég átli frábæra foreldra. Þau voru að vísu fátæk af fjármunum, en rík af umhyggju og ást. Þau lögðu fram alla krafta sina í uppeldi okkar systkin- anna og voru fús til sérhverrar fórnar fyrir okkur, og ekki sízl hefi ég ástæðu til að vera þeim þakklátur fyrir það, er þau gjörðu fyrir mig á bernskuárum mínum og námsárum. — Eftir að ég fluttist með þeim til Reykja- víkur, tók ég að húa mig undir skólanám. Var sérstak- lega föður mínum mikið áhugamál, að ég „gengi menta- veginn“, sem svo var kallað, og lagði ég út á brautina. Þvi fór þó fjarri, að ég væri mikill námsmaður. Ég hafði að vísu yndi af lestri hóka, en hugurinn lmeigðist meira að öðrum hókum en námsbókunum og skyldunámsgrein- unum, og ýms hugðarefni álti ég þegar í æsku, sem heill- oðu mig, og þá sérstaklega sönglistina, sem mér frá fyrstu •æfir verið mjög kær og ég hefi varið allmiklum tíma til. Ég útskrifaðist úr Mentaskóla Reykjavikur vorið 1913 á

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.