Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.08.1939, Side 26

Kirkjuritið - 01.08.1939, Side 26
240 Sigurgeir Sigurðsson: Ág.-Sept. unnar. Ný musteri þurfa að rísa, nýjar kirkjur, og hinar eldri að fegrast og fyllast af fólki, því að fólkið er kirkn- anna fegursta skraut. Þjóðin þarf, ef vel á að fara, að ganga á ný upp í helgidóma- sína ekki aðeins liinir fulltíða menn og konur, heldur einnig æskulýður lands- ins. Ef hann gjörir jiað ekki, er framtíð íslands í liættu. Ég trúi því, að hann komi. Horfum ekki aðeins á galla hans. Hann á líka sína glæsilegu kosti. Og Kristur á dá- samlegan mátt til að laða og lieilla æskumanninn. Einn- ig íslenzka æskumanninn. Dagsbrúnin kemur, dögunin er i nánd. — Það er stór og hátíðleg stund, sem ég liefi lifað liér i kirkjunni í dag. Ég get á engan liátt lýst tilfinningum mínum, er ég stend hér, gagnvart yður, starfsbræður mínir, og þjóðinni i heild — að ég lítilmótlegur og vanmáttugur maður skuh kvaddur til eins liins allra ábyrgðarmesla starfs með þjóð vorri, að veita forystu málum elztu, virðulegustu og mik- ilvægustu stofnunar þjóðarinnar, — tilfinningum mínum gagnvart yður, sem sýnt bafið mér svo mikið traust, gagn- vart þjóðinni og Guði. Mér er það ljóst, að íslenzka þjóðin tekur eftir þessum degi, og þótt é(j sé nú umkringdur af meiri mannf'jölda en nokkuru sinni áður í lífi mínu, finst mér þó, að e(J sé meira einn einn með Guði en nokkuru sinni f(Jr■ Og þetta er mér mikilvægt; ég veit og skil, að án Guðs get ég ekkert gjört. Það er reynsla mín af handleiðslu og trúfesti Guðs, sem gefur mér hugrekki til að tak- ast hinn mikla vanda á hendur. Frá því er ég var lítill» fátækur drengur, tiefir hann leitt mig, þrátt fyrir alla o- fullkomleika mína, Jiangað sem ég nú stend. Þegar eg var veikur, gerði hann mig sterkan. Þegar ég var í nauð- um, studdi hann mig, þegar ég var breyskur, fyrirgaf hann mér. Ég veit og ég finn, að hann er hjá mér — fast H.la mér í dag og þessvegna er ég ókvíðinn, þessvegna er eg bjartsýnn á framtíðina. Ég fagna því að mega lifa

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.