Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.08.1939, Page 46

Kirkjuritið - 01.08.1939, Page 46
2(50 Ásmundur Guðmundsson: Ág.-Sept. almenningsvagn rétt við Jaffahliðið, sem átti að fara veg- inn suður til Betlehem og Hebron. Kúlan sprakk, þegar vagninn var að leggja af stað, og fórust yfir 20 Arahar. Dagana, sem við vorum í Jerúsalem, urðu einnig sprengj- ingar og var ljótt að sjá, hvernig húsin litu út eftir þær; einn morguninn kl. 7 sprakk kúla við dyrnar á barnaskóla í það mund, sem börnin átlu að fara inn. En til allrar Guðs mildi hlauzt ekki lífstjón af. Mér var sagt, að 10—ló manns myndu drepnir á Iiverjum degi að meðaltali. Þessi liætla, sem gat vofað yfir hverjum manni og hvenær, sem var, setti sinn hlæ á fólkið i Jerúsalem. Það var eins og farg hvíldi yfir flestmn. Við reyndum auðvitað að fara varlega, gengum yfirleitt ekki út eftir það að dimt var orðið og vorum altaf háðir saman. Stundum höfðum við Araba með okkur fyrir fylgdarmann, en þeir hafa sérstakan höfuðhúnað, hvíta þríhyrnu langt aflur á hak bundna með skarbandi. Vor- mn við þá nokkurn veginn öruggir fyrir skotmn Araba, l>ví að við höfðum sönnunina með okkur fyrir því, að við værum ekki Gyðingar. Þegar enskir hermenn konni til okkar og sögðu, að lífshætla gæti verið að fara lengra, eða þeir myndu ekki fara þessa leið hyssulausir, þá snerum við venjulega við. Þó kom það fyrir, að við gleymduni öllum hættmn eða létum þær eiga sig. Við gátum ekki annað en haldið lengra og lengra. Og okkur auðnaðist að sjá alt, sem okkur langaði mest til. Hér gefst aðeins rúm til að drepa á fátt eilt. Lengstan líma dvöldumst við í Jerúsalem, rúman hálf- an mánuð, frá 24. júní til 11. júlí. Áttum við lieima á ágætum stað rétt lijá Damaskushliðinu, sem er á norður- múrnum um Jerúsalem fornu. En það var gamla borgin, sem við vorum um fram alt komnir til að heimsækja. Norðausturhluti hennar með gráum húsum, hvolfþökum og mínarettum hlasli við svölunum okkar, og fyrir liandan hungurnar þrjár á Olíufjallinu, þar sem háir turnar risa

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.