Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.08.1939, Side 43

Kirkjuritið - 01.08.1939, Side 43
Kirkjuritið. Frá Jórsalaför. Allmörg ár eru síðan við Magnús Jónsson prófessor höfð- um fyrst orð á því okkar í milli, að við þyrftum að kom- ast til Gyðingalands til þess að fá fyllri og gleggri skiln- ing á mörgu, er varðaði kenslu okkar. Okkur nægðu ekki bækurnar, við yrðum að sjá landið sjálft eins og það er. Við vissum það líka, að guðfræðikennarar við aðra há- skóla höfðu sömu skoðun og lögðu kapp á að komast til landsins helga. En fyrir okkur væri öll aðstaða í örðug- asta lagi. Við gætum ekki ferðast nema í sumarleyfinu, þegar hitinn væri mestur í Gyðingalandi og okkur mjög erfiður, nyrztu Norðurlandahúum, og ferðin löng og kostn- aðarsöm. Fyrir tveimur árum fékk svo Magnús stvrk úr Sáttmálasjóði til Palestínuferðar. En hann gat ekki farið þá né næsta sumar vegna ófriðarins í landinu. í vor var mér veittur samskonar Sáttmálasjóðsstyrkur og við á- kváðum að fara saman sem fyrst. Að visu var enn ófrið- legt í Jandi og stríðshlika yfir veröklinni, en við vissum, að við myndum sjá eftir því alla æfi, ef við létum tæki- færið ganga okkur úr greipum. Embættisprófi var hraðað við guðfræðisdeildina, og við gátum lagt í haf 19. maí. Við afréðum það að haga svo ferð okkar, að við kæm- um lil Egiptalands á undan Palestínu. Fyrst og fremsl þótti okkur sjálfsagt að sjá Egiptaland, er við legðum á annað horð til Austurlanda, svo töldum við betra, að Auslurlandaáhrifin kæmu ekki öll yfir okkur i einu í Pal- estínu, og loks kusum við helzt að fara leið Móse og Isra- elsmanna forðum frá Egiptalandi um Sínaieyðimörkina. Reynslan sýndi okkur seinna, að þetta var réll ráðið. Við

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.