Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1941, Side 10

Kirkjuritið - 01.03.1941, Side 10
88 Magnús Jónsson: Marz. orðinn mikill munur á honum og hinum unga, stælta Sál, sem horfði á Stefán grýttan. Og svo bættist það ofan á alt, að hann var fangi, liann var í hlekkjum. En eitt er óhreytt: Hann er sami foringinn. Hann vili ráða, og' hann verður til hjargar. Frá þessu er sagt í Post. 27. kap., þessari einstöku sjóferðasögu frá forn- öldinni. Þeir eru komnir með naumindum til hafnar einnar á suðurströnd Kríteyjar, og er nú liðið að þeim tíma, er sjóferðir hættu að haustinu. En skipverjar eru ekki á- nægðir með staðinn til vetursetu og vilja komast til næstu liafnar. Páll ræður eindregið frá þessu, og segir að ilt muni af liljótast, ef þeir leggi nú úr höfn. En skipstjórnarmennirnir vildu ráða, og þar sem gott veð- ur virtist vera að koma, lögðu þeir af stað. En varla voru þeir búnir að létta akkerum og' vinda upp segl, þegar ofsarok skall á, og var ekki að sökum að spyrja, að skipverjar réðn ekki við neitt, skipið hrakti frá landi og var dögum saman að hrekjast. Er frá þessu öllu sagt nákvæmlega. Páll heyrist nú ekki nefndur. Hann er þarna einhvers staðar í hóp fanganna. Meðan hann gat gefið góð ráð, gerði hann það, en nú var lítið að gera. Loks gáfu menn upp alla von. Þá kemur Páll enn fram. Nú ólgar foringjastoltið í honum: „Þið hefðuð átt að hlýða mér“, segir hann. Hugsum okkur annað eins. Rómverski hershöfðinginn, skipstjóri og eigandi, allir áttn að lilýða honum, band- ingjanum, sem var þarna af tilviljun um borð! „En nú er ekki um þetta að sakast“, segir hann, „nú er um að gera að missa ekki kjarkinn. Eg hefi fengið vitrun um það, að enginn maður mun farast, en skipið mun týnast“. Og enn verður hlé. í 14 daga hrekjast þeir þarna. Þá her þá að landi. Og enn er það Páll, sem beztur er til forustunnar. Hann tekur eftir því, að skipsmennirnir ætla að forða sér í skipsbátnum. Og liann hvetur menn til þess að nota nú þá stund, sem þeir þurftu að bíða.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.