Kirkjuritið - 01.03.1941, Síða 16
94
M. J.: Mennirnir við vöggu kristninnar.
Mar/.
Festus: „Óður ertu orðinn, Páll; hið mikla bókvit þitl
gerir þig óðan!“ Má nærri geta, hversu hamslaus mælska
Páls má hafa verið, þar sem tilvitnunum í ritninguna
hefir ringt yfir þá og ályktanir og eggjunai-orð flogið í
skæðadrífu, þar til Festusi ofbýður svo, að hann fær
ekki orða bundist. Eg hef oft óskað, að eg hefði verið
þarna í salnum og heyrt og skilið ræðu Páls.
Bréf Páls eru víst lítið lesin hér á landi nema af guð-
fræðingum. Hvers vegna? Mönnum finst þau þur og
þung. 1 raun og sannleika eru þau sönn meistaraverk
að stíl og fjöri. Eg skrifaði um þau i Prestafélagsritið
1922 og verð að vitna til þess hér, þvi að það þarf lengra
mál til þess að lýsa snild þeirra en það, sem liér er kost-
ur á. En þó ekki væri annað en skáldleg andagift þeirra,
þá ætti hún að vera nóg til þess að réttlæta þá vinnu, sem
fer í að lesa þau. Þau eru öll til samans innan við 100
meðalstórar blaðsíður.
Mynd Páls er í raun og veru einföld í frumdráttum
sínum. Páll er heilstevptur maður, ef svo má að orði
kveða, ósamsettur, allur úr einum málmi. Hann gnæfir
þarna í tign sinni og veldi, foringjaeðlið, sem við sjáum
á myndinni á bronsskildinum. Hann gnæfir yfir alla
samtíð sina. Nærri má geta, að þessi maður hefir orðið
ókrýndur konungur þessarar hreyfingar hér á jörð, jarl
konungsins himneska. Að minsta kosti hljóta þeir, sem
telja kristindóminn eiginlega verk Páls, að halda, að
hann hljóti að hafa orðið sjálfskipaður í fyrsla og efsta
sæti í kirkju þeirri, sem hann hafði skapað eða gert svo
mikið fyrir.
En það fór ekki svo. Páll, liinn mikli foringi, hinn
óhvikuli leiðtogi, hinn ósigrandi stríðsmaður, liinn gnæf-
andi kóloss, hann hlaut ekki æðsta sæti i kirkjunni. Það
hlaut hinn maðurinn, sem mynd er af á bronsskildinum,
Símon Pétur. Mvnd hans langar mig til að revna að
draga síðar.