Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1941, Page 17

Kirkjuritið - 01.03.1941, Page 17
Kirkjuritið. Herra, ég hrópa til I kvöld vil ég koma til þín, Kristur, með afbrotin mín, játa þér syndanna sekt, sorg mína, þrenging og nekt. Þegar ég einmana er og enginn er samferða mér, geng ég í grasgarðinn þinn og græt hjá þér, frelsari minn. Þung eru þjáninga spor, þrotið er æskunnar vor, fallvöltum lífsins í leik lít ég nú haustlaufin bleik. Herra, ég hrópa til þín, hlustaðu á andvörpin mín! Eg kem til þín eins og ég er, einn færðu hugsvalað mér. Veit ég mig vanþroska barn velkjast um mannlífsins hjarn, brestur mig þolgæði og þrótt þungbæra andvökunótt. Ýfast upp ógróin sár, einmana felli ég tár. Herra! Ég hrópa og bið um himneskan eilífan frið. Krossfesti konungur minn, Kristur, við fótstallinn þinn, hátt upp í ljósanna lönd lít ég frá myrkvaðri strönd. Drottinn! Ég dýrð þína sé, í duftið ég beygi mín kné, eilífa friðinn ég finn, frelsari og huggari minn.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.