Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1941, Qupperneq 20

Kirkjuritið - 01.03.1941, Qupperneq 20
98 Ásmundur Guðmundsson: Marz. Og því er ekki að neita, að fyrir manna sjónum getur svo farið fyr en varir. „Verið eklci áhyggjufullir“, sagði Jesús Ivristur livað eftir annað í Fjallræðu sinni. „Hverjum degi nægir sín þjáning“. En jafnframt brýndi liann það fyrir mönnun- um, að þeir skyldu vera umhyggjusamir og aldrei var- búnir hættum né erfiðleikum. Það er þetta, sem vér eig- um nú að gjöra. „Verið viðbúnir. Vakið, því að þér vitið hvorki daginn né stundina.“ Ef einhverir kynnu að ætla, að viðbúnaðurinn muni auka á kvíða og skelfingu, þá er það mesti misskilning- ur. Hann mun þvert á móti vekja mönnum djörfung og hugarstyrk, svo framarlega sem gætt er við hann allrar reglu og skynsemdar. Bezta ráðið til þess að losna við áhyggjurnar er umhyggjusemin um að gjöra skyldu sína. Og það er skylda þjóðarinnar að standa á vaðbergi öll gegn svo auðsærri hættu, sem nú vofir yfir. I rósemi og trausti skal yðar styrkur vera. Enginn vafi er á þvi, að örðugleikarnir og tvísýnan hafa nú þrýst ís- lendingum til þess að standa þéttar saman en áður. Þjóð- in sést nú fyrir stjórnmálaflokkunum. Vér finnum það betur nú en fyr, svo að áratugum liefir skipt, að vér erum ein þjóðarheild. Og það er vel. En það er ekki nóg. Vér verðum að taka þvi, sem framundan er, eins og kristin þjóð. Guð sjálfur, sól allífsins, sem sendi bjartasta og fegursta geisla til þessarar jarðar í lífi og starfi Jesú Krists og sendir enn, verður að vera ljós vort og styrkur í stríðsmyrkrunum. Við þá uppsprettu mun oss aldrei þrjóta afl né þor. Vér þurfum að eiga rósemi Marteins Lúters, er hann yrkir í eldraunum: „Þótt taki fjendur féð, já, frelsi og líf vort með, það happ þeim ekkert er, en arfi höldum vér, þeir ríki Guðs ei granda.“

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.