Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1941, Page 25

Kirkjuritið - 01.03.1941, Page 25
KirkjuritiS. Aukatekjur presta. 103 vist flest siðuð þjóðfélög orðið ásátt um. Flestir vita, hversvegna svo er. Svo kem ég að síðasta þætti aukateknanna. En það er borgun fyrir jarðarfarir. Ekkert sýnir fremur, hvernig launagreiðendur ætla prestinum að vera skrípatrúð braesni og skinhelgi. Hann verður, samkvæmt öllu eðli °g öllum kjarna starfs síns, að koma fram eins og hugg- andi og hjálpandi vinur. Hann kemst auðvitað innilega við af sorg og hágindum eftirlifandi ástvina. Hann mæl- lr fögur huggunarorð. Er sem sag't aðalþátturinn í hinztu kveðju til hins látna bæði í orði og tónum. Þetta verða mörgum ógleymanleg augnablik. En livað skeður? Þá er eEir síðasti þáttur atliafnarinnar, borgunin. Hér er um U<N) i'æða helgidóm sorgarinnar. Helgustu vé mannheims ^ogð til verðs, tröðkuð í saur gulls og gáleysis. Því ómögu- ie§t er, að þetta væri gert, ef þess væri gætt, hve það er andstyggilegt. En margra ára venja hefir blindað ílesta. Presturinn á að vera hjá fólkinu á alvarlegustu uugnahlikum æfi þess. Hann breiðir Ijóma yfir óska- kmd foreldranna gagnvart börnunum í skírninni. Hann er fulltrúi drottins sjálfs við heilög heit ungmennanna a ogleymanlegasta degi æskunnar, fermingardeginum. Hann breiðir blessun og réttindi yfir ást elskendanna og kelgustu vonir þeirra um bjart og unaðslegt heimili. Hann a að hera Ijós eilífðarinnar gegnum húmskugga dauðans °g létta byrðar sorgarinnar. Allir hljóta að sjá, að hér er um óvenjuleg störf að ræða. Er hægt að meta þessi störf til peninga? Er hægt að 'eggja þau að jöfnu við fjósaverk og lieyhirðingu, mó- vinslu og póstferðir? Sé svo, leyfi ég mér að fullyrða, a^ þau eru ekki unnin á réttan hátt. Auk alls þessa eru aukatekjur prestanna venjuleg hneykslunarhella. Það eitt væri þeim nægileg skóggangs- sök. Þó flestir eða allir greiði þau möglunarlaust, þá koma þau oftast mjqg illa á og ranglátlega. Þeir verða helzt að greiða þau, sem minsta getu og verstar ástæður

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.