Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1941, Side 38

Kirkjuritið - 01.03.1941, Side 38
116 Vigfús Guðmundsson: Marz. 6 áln., en í útbrotum 3% al. Gluggar 6 alls — bilaðir — 1 al. dönsk á breidd, 1 al. 8 þml. á hæð. Mestöll er kirkjan fúin, rétt komin að hruni og ekki embættisfær („over alt næsten forfalden Raaden og ubrugelig til Gudstieneste“). Kirkjunni til aðgerðar áætla skoð- unarmenn: 30 tylftir Gullandsborð á þak kórs og kirkju, 30 tylftir sömu borð í gaflþilin bæði, 2 tylftir trjáa, 20 álna, í sperrur, stafi, aurslái o. fl. 6 gluggar 1% X 1 al., 8600 nagla 5 þumlunga, 6 tunnur tjara, 100 áln. vaðmáls — er kosti 5 fiska alin. Þetta álíta skoðunarmenn hið minsta, er þurfi t i viðbótar þvi efni, er fáist úr kirkjunni. — Liðugu ári áður (26/8 1747) hafði Pingel fyrirskipað Oddi Hjaltalin sýslumanni að kveðja 6 menn til skoð- unar Bessastaðakirkju. Óvíst er, hvort sú skoðun var framkvæmd. Hitt er víst, að amtmaður vildi ekki eiga neitt við torfkirkjubygg- ingu á Bessastöðum. Á þessu ári gerist það, að sonur Pauls Beyers landfógeta ritar bréf til stiftamtmanns (24/2). Getur hann þess, að faðir sinn (er var á Bessastöðum 1706—’16), hafi gert á sinn kostnað jarðhús undir kirkjunni á Bessastöðum, til „Zirat“ (prýði) fyrir kirkj- una og eft rkomandi fógeta, sem grafhýsi fyrir þá. Sjálfur liefði faðir sinn látið jarðsetja þar lík barns sins. Nú væri grafhýsið ekki aðeins notað til geymslu og fylt með dóti, heldur væri líka búið að taka líkiö þaðan. Eftir það vildi stiftamtmaður fá að vita það hjá amtmanni, hvernig þessu sé háttað og hver liafi leyft það. (Svar vantar). 1750. Enn kvartar Pingel um það, að kirkjan sé ekki embættis- fær. Sjóð kirkjunnar segir hann vera 10 rd. 19 sk., en telur, að mikið fé og efnivið vanti til aðgerðar. Konungur leyfði þá all- mikið lán úr sjóði sínum (284 rd.) gegn greiðslu þar upp í frá kirkjum landsins, og sama dag, 18. apr. 1750, er gefið út skipunar- bréf um gamla 5% skattinn, enn á ný. Gekk nú svo greitt að inn- heimta skattinn í þetta sinn, að á næsta ári þar á eftir hrutu til Bessastaðakirkju frá 194 kirkju í Skálholtsbiskupsdæmi 202 rd. 25 sk., og vantaði þá ekki þaðan nema 31 sk. Þá kom líka frá 76 kirkjum í Hólabiskupsdæmi 91 rd. = 293 rd. 25 sk., og jafn- gilti það 57,38 hundruðum — eða 14467 kr., ef miðað er við kýr- verð í verðlagsskrá Gbrs. 1939—’40. Fyrir þetta fé voru sendar til Bessastaðakirkju 60 tylftir af borð- um. Aðgerðin dróst eigi að síður, og lá viðurinn úti til skemda í 2—3 ár. — Svona var áhuginn ríkur og framkvæmdin röggsörn, þá sem oftar. Sennilega hafa skifti forráðamanna á Bessastöðum valdið nokkuru um dráttinn, með því að Pingel amtmaður mun hafa horfið frá þvi embætti 1750. 1751. Vísitazía Ólafs biskups Gíslasonar sýnir, að enn er sama

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.