Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1941, Síða 41

Kirkjuritið - 01.03.1941, Síða 41
Kirkjuritið. Innlendar fréttir. 119 dæmi. Laun Skálholtsbiskups er 10000 kr., en Húlabiskups 9000 kr. ~~ Lögin koma til framkvæmda við næstu biskupsskipti eða þeg- ar núverandi biskup veitir samþykki sitt til þess. Skal þá kjósa Hólabiskup, en núverandi biskup verður Skálholtsbiskup. í aths. er frá þvi skýrt, að Skálholtsbiskupsdæmi verður 14 Prófastsdæmi með um 84334 ibúum, en Hólabiskupsdæmi 7 pró- lastsdæmi með um 35930 íbúum. III. Þriðja frumvarpið er um breyting á lögunum um skipun Prestakalla. Er þar svo mælt fyrir, að þegar prestakall losnar, skuli reyna að kalla prest án kosningar. Skal prófastur kalla saman sóknarnefndir prestakallsins, og verði þar samkomulag um að kalla ákveðinn prest, skal bera það undir safnaðarfundi. Verði dllagan samþykt á öllum fundunum og fáist samþykki prestsins, I®r hann veitingu. — Takist ekki köllun, skal kjósa eins og nú, en þó með þeim mun, að kosning á löglega boðuðum kjörfund- um ræður ein úrslitum þannig, að sá, er fær flest atkvæði, fær veitingu. Nokkurar smærri breytingar eru líka, um kærufresti o. s. Ivv- — Breytingin miðar að því að reyna að draga úr áróðri Þeim og kosningaæsingum, sem hafa oft átt sér stað, og á hinn bóginn að tryggja rétt safnaðanna, ef kosið er á annað borð, svo a<5 þar komi ekki upp nýtt óánægjuefni. Minningarguðsþjónustur hafa verið haldnar undanfarið í ýmsum kirkjum vegna láls ís- lenzkra sjómanna af völdum bafs og striðs. Hafa þær verið mjög hátíðlegar, og fjöbnenni sótt þangað. Sumardvöl kaupstaðarbarna í sveit. Lndirbúningur er þegar hafinn að þvi að koma i sveit sem flest- uni börnum úr þeim kaupstöðum, er mest stríðshætta vofir yfir Hefir biskup landsins sérstaklega heitið á presta að ljá þessu máli lið. Dr. theol. Eiríkur Albertsson Hytur nú erindi fyrir stúdentum guðfræðideildar um frumkristn- *na. Eru þau framhald erinda þeirra, sem dr. Eiríkur flutti í deildinni síðastl. vetur. Sunnudagaskóli guðfræðideildar. Hftir áramótin settu kennarar og nemendur guðfræðideildar á stofn sunnudagaskóla fyrir börn í Háskólakapellunni, og er hann nieð því sniði, sem gjört er ráð fyrir í helgisiðabókinni nýju. Skólinn er ágætlega sóttur og öllum hlutaðeigendum til mikillar ánægju.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.