Kirkjuritið - 01.03.1943, Blaðsíða 3
Kirkjuritið.
Hugljómun.
Vor mikli Guð er lífsins leynda haf,
vér lindir smáar, farveg bundnar við.
Hann sér og þekkirl allt, sem augað gaf,
vér að eins skiljum heimsins þrönga svið.
En innsýn fögur veitist vorri önd,
sem varpar ljósi á tilverunnar mynd,
er bylgjur hafsins brotna liátl á strönd
og berast upp í hina smáu lind.
Vor hugur ljóniar. Lolcið upp til hálfs
er leyndardómi þeim, sem stærstur er.
Um innri sýn oss virðist varnað máls,
en vitund gevmir það, sem fyrir her.
Þá sorg og gleði fallast faðma í
og friður sæll þá stund oss gefinn er,
sem dögg á morgni liverfa harmaský,
vor hugur ódauðleikans vegi sér.
Og máske síðar opnist augu vor
í æðra heimi bak vð dauðans nótt
með útsjón bjarta yfir gengin spor
og annan skilning, fyllri sigurþrótt,
að lífið sjálft þá brosi í bjartri mynd,
sem birtist nýjum sjónarhæðum frá,
að máske finni loks hin smáa lind
þann leynda perlusjóð, sem hafið á.
Einar M. Jónsson.