Kirkjuritið - 01.03.1943, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.03.1943, Blaðsíða 19
Kirkjuritið. Trúaráhugi í her Bandaríkjanna. Ég hefi rekizt á grein um þetta efni í amerísku tímariti, og eru meðmæli með greininni frá báðum yfirmönnum herprestanna, liers og flota, birt þar, svo að óhætt á að vera að treysta henni. Hefi ég snarað greininni lauslega á íslenzku. (M. J.). 1- Fáum myndi hafa til hugar komið, að hermenn l'eir, sem nú leggja út i heimsstyrjöldina síðari, væru serlega trúlmeigðir menn. Það eru yfirleitt menn, sem fengu fyrstu andlegu áhrifin í því leiðinlega andrúms- lofti, er varð eftir fyrra heimsstriðið. Það var ekki liægt að segja, að Guð skipaði neinn heiðursess í bókmennt- llna eða skólalífi þeirra ára. Kirkjan átti ekki upp á pall- horðið hjá andans jöfrum þeirra ára. Þeir gátu í hæsta lagi viðurkennt, að hún væri hækja handa gömlu fólki °g farlama — og svo var hún afréttur allra afglapa og fáfróðasta lýðsins. Unga fólkið lét kirkju og kristindóm yfirleitt alveg eiga sig. Það var hvorki með né móti 1;>að þóttist ógn vel geta komizt af án alls þess háttar. Þegar herútboðið hófst, va'r séð fyrir þvi, eins og áð- Ur» að einhverir prestar væru með liernum. En flestir ^iunu liafa gert ráð fyrir því, að þessir herprestar mundu eiga náðuga daga og ekki verða ónáðaðir mikið af and- legum þörfum liermannanna. Fu þetta fór á allt annan veg. Herirnir voru naum- ast komnir saman, er herprestarnir hættu að geta kom- lzt yfir allt það starf, sem af þeim var heimtað. Hver herkapella var troðfull af mönnum, og fleiri vildu kom- ast að. Sí og æ var óskað eftir fleiri guðsþjónustum, tleiri biblíulestrum, fræðslu í kristnum fræðum og hvers kyns prestsþjónustu. Fjöldi hermanna, bæði kaþólskir

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.