Kirkjuritið - 01.03.1943, Page 6

Kirkjuritið - 01.03.1943, Page 6
76 Ásmundur Guðmundsson: Marz. Samskonar reynslu getum vér öðlazt hjá sjáurum og leiðsögumönnum mannkynsins, sem sjá lengra og dýpra en aðrir, af því aS þeir eru hafnir yfir eigingjarnar ósk- ir og ástríður. Þeir sýna oss það, sem vér eigum sann- ast og dýrast, og henda oss að fvlgja því. ViS það vex einnig' krafturinn til trúmennsku við leiðsögu þess. Dæmi ágætustu manna á öllum öldum votta það. Eitt hið glæsilegasta þeirra og tilkomumesta er dæmi Lúters í Worms. Honum hafði Ijómað ljós frá Kristi og' fagnaðarerindi lians og hann komið við það auga á sam- vizkufrelsi kristins manns og ævarandi gildi þess. Nú átti á rikisþingi í Worms að neyða hann af stór- veldum þessa heims, páfadæminu og' keisaravaldinu, til að afneita sannfæringu sinni. Hann kemur þreyttur úr langferð, einn síns liðs og fálæklega til fara inn í þing- salinn fram fyrir keisarann og fjölda af stórmennum i glæstum skrúða. Taki hann ekki orð sín aftur frammi fyrir þeim, þá má hann búast við að verða líflátinn, jafnvel brenndur á báli. Svipur hans var djarflegur og röddin skær. Hann stendur lítið eitt álútur, talar lágt og liógværlega, af fullri hugprýði og' djúpri sannfær- ingu. Á eftir ræðu hans var skorað á liann að veita svar króka og' refjalaust, og þá sagði hann orðin alkunnu: „Geti menn ekki sannfært mig með vitnisburði Ritn- ingarinnar né ljósum rökum, að mér hafi skjátlazt, þá er samvizka mín svo gagntekin af Guðs orði, að ég' hvorki get tekið neitt aftur né vil það, því að það er hvorki tryggilegt né ráðlegt að breyta á móti samvizku sinni“. Það er um þetta, sem skáldið kveður: Og einn mót öllum stóð hann í æg'ilegri höll, og einn mót öllum vóð liann á andans sigurvöll; og öld af ótta starði, i þeim ægði dix-fskan sú,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.