Kirkjuritið - 01.03.1943, Blaðsíða 37
107
Kirkjuritið. Sveitadúkur Veróníku helgu.
ætlar eins og hinar konurnar að slíta hann frá böðlunum. Hann
sér hana koma, þar sem hann liggur, og liann skríður til hennar.
Það er eins og hann œtli sér að finna vernd hjá henni fyrir öll-
Uni þeim, sem eru að ofsækja liann og kvelja. Hann faðmar hana
um knén. Hann þrýstir sér upp að hénni eins og barn, sem flýr
i faðminn á mömmu sinni.
Og gamla konan lýtur niður að honum. Hún grætur enn, en
hjartað fyllist svlmandi sælu yfir því, að hann skuli leita á náð-
11 hennar. Hún leggur annan handlegginn um liáls honum, og
eins og móður verður það fyrst fyrir að þurka tárin af augum
karnsins síns, þannig leggur liún mjúkan og svalan línklút sinn
i’fir andlit honum til þess að þerra tárin og blóðið. En þá liöfðu
hermennirnir komið krossinum frá og slíta svo í sömu svipan
fangann úr örmum Fástínu. Hún reynir að verja hann, eins og
hann væri hennar sonur, en þegar það kemur fyrir elcki, fellur
hún örmagna til jarðar.
^’óttina fyrir hafði kona Pílatusar átt erfiða drauma. Hana
hreymdi, að hún stæði uppi á þakinu á húsi sínu og horfði yfir
hallargarðinn, marmarastéttina, trén og blórnin. En i garðinum
Sa hún alla veika menn í héiminum og alla blinda- og bæklaða.
•jumir lágu og gátu enga björg sér veitt og stundu og kveinuðu.
Og hópurinn ruddist fram til þess að komast inn í liúsið, og þeir
serQ fremstir voru börðu ákaft á hallardyrnar. Loksins sá liún
l’ræl opna dyrnar og stiga fram á þröskuldinn og hún heyrði
hann
spyrja þá, hvað þeir vildu. Þá svöruðu þeir honum og
iogðu: Við leitum að spámanninum mikla, sem Guð hefir sent
fú jarðarinnar. Hvar er hann, sem getur leyst okkur frá öllum
Þjáningum okkar? Þá svaraði þræltinn drembilega og kæru-
Jeysistega: „Það er ekki til neins að vera að leita að spámann*
inum mikla. Pilatus liefir deytt hann“. Þá liófu allir veiku menn:
irnir upp svo mikinn grát og liarmakvein, að hún þoldi ekki að
°yra. Hún kenndi svo sárt í brjósti um þá, og tárin runnu niður
Van§ana. En um leið og hún fór að gráta, vaknaði lnin.
Hún sofnaði aftur, og aftur dreymdi hana, að liún stæði uppí
a húsþakinu og horfði niður í garðinn, og nú var hann eins
stor og torg að sjá. Og garðurinn var fullur af öllum geðveikum
°g hrjáluðum mönnum. Sumir voru naktir, aðrir höfðu fléttað
ser kórónu úr stráum og kápur úr grasi og héldu, áð þeir væru
'onungar, aðrir skriðu á fjórum fótum og héldu, að þeir væru
úýr, aðrir grétu í sífellu af sorg, sem þeir vissu ekki, hver var,
°g enn aðrir roguðust með stóra steina og sögðu, að þetta værí