Kirkjuritið - 01.03.1943, Blaðsíða 17

Kirkjuritið - 01.03.1943, Blaðsíða 17
Kirkjuritið. Séra Jón Jakobsson: 87 skapar fyr en í maí 1932. Var hann þá vígður til Bíldu- dalsprestakalls af dr. theol. Jóni Helgasyni biskupi. Að Vlgslunni lokinni tók séra Jón sál. við starfi sínu i Bíldu- dalsprestalíalli og annaðist það ætíð síðan. t*etta eru aðeins þeir þættir í æfi séra Jóns sál., sem °Pinberlega eru kunnir, en minna er vitað um einkalif hans. kjmning mín, sem þetta rita, væri fremur stutt við kann, get ég ekki látið hjá líða að minnast hennar n°kkuð. ^ síðastliðnu sumri kom ég vestur á Bíldudal með ^°nu minni, á leið til Hrafnseyrar. Við hjónin vorum öll- Uln ókunnug þar vestra, en um koniu okkar hafði ég gert Sei’a Jóni sál. aðvart. Og það er ekki að orðlengja, að a ^O'ggjunni á Bíldudal beið embættisbróðir minn með fjölskyldu sinni og tók okkur hjónum fagnandi. Orðið fngnandi er ekki of stórt orð til að lýsa móttökunum. Frá Þeirri stundu og allt til þess að leiðir okkar skildu svo snöggiega, var mjög náið samband milli okkar. Ég var þráfaldlega gestur á heimili lians og naut þar frábærr- ar gestrisni bjónanna. Heimili þeirra var í mörgu sannkölluð fyrirmynd, einkum þó í mjög nánu samstarfi, bæði er laut að starfi ut á við í þágu kirkju og' kristindóms og eins inn á við a heimilinu. Þau böfðu eignast þrjú börn, Björn. Hebu °g Jakob, sem öll lifa og dvelja nú bjá móður sinni. Hau eru öll innan fermingaraldurs. Þessum börnum S1num var séra Jón sál. faðir —■ sannur faðir. Margt sól- skinsbrosið, sem bann vakti í andlitum þeirra, er nú stirðnað, en grátbros saknaðar komin i þess stað. En í hjörtum sínum munu þessi börn lians gevma sifellt orð hans og heilræði. I prestsstarfi sínu gerði séra Jón sál. ekki stór átök °pinberlega. En í söfnuðum sínum beitti hann þeim mun meir kröftum sínum, bæði frá prédikunarstólnum °g ekki hvað sízt „af stéttunum“. Vinsældir hans bera

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.