Kirkjuritið - 01.03.1943, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.03.1943, Blaðsíða 35
Kirkjuritið. K. S.: Frá starfi söngmálastjóra. 105 komu til æfingar tveir kirkjukórar — frá Breiðabólstaðar- og Hlíð- arenda — kirkjum, og æfðu þeir sig nú sameiginlega undir óljómleika, er haldnir voru i samkomuhúsi Fljótshlíðar þ. 19. des. s.l. við mikla aðsókn og ágætar viðtökur. Organleikari i báðum þessum kirkjum er frú Þórhildur Þor- steinsdóttir, en nú kom henni til aðstoðar Ólafur Túbals málari og stjórnaði hann kórnum á hljómleikunum með nákvæmni og smekkvísi. Frú Þórhildur leggur á sig bæði mikið og óeigingjarnt starf i þágu kirkjulifsins í Fljótshlíð með þvi að vera organleikari í óáðum þessum kirkjum, og meðan kórarnir í Fljótshlíðinni njóta krafta hennar og Ólafs Túbals, þá þurfa þeir engu að kviða í framtíðinni. Þegar starfi söngmálastjóra var lokið í Fljótshlíðinni, skildu leiðir okkar um sinn, því að nú var komið fast að jólum, svo að hann hélt til Reykjavikur, en ég heim til Víkur. Þetta sumar var í alla staði hið ánægjulegasta. Ég hefi hait lækifæri til þess að fylgjast með því ótrúlega mikla starfi, sem söngmálastjóri hefir leyst af hendi þennan stutta tíma, er hann hefir gegnt þessu embætti. A 16. mán. hefir hann starfað i 10 prófastsdæmum hjá samtals 18 kóruin, en meðlimafjöldi þeirra mun vera um 400 manns. t*ar að auki liefir liann verið tvisvar hjá fjórum jjessara kóra. Þetta er gifurlegt starf, og væri engum manni fært nema þeim, sem starfar af þekkingu, áhuga og dugnaði, en einmitt jietta ein- kennir allt starf Sigurðar Birkis. Það er enginn vafi á þvi, að jiað hefir verið hið mesta happ lyrir hina íslennku þjóðkirkju að fá hann til jiess að gegna söng- niálastjóraembættinu. Hjá honum fer saman óvenjulegur dugnaður og brennandi óhugi, ekki einungis fyrir sönglifinu i landinu, heldur einnig fyrir öllum málefnum kirkjunnar. Það væri að vísu freistandi að skrifa lítilsháttar frekar um hið merka starf söngmálastjóra, en þar sem ég veit, að jafnvel þessar fáu siðustu linur eru ritaðar í lians ójiökk, jiá skal hér slaðar numið, en jiað er persónuleg skoðun mín, að skipun Sig- urðar Birkis í söngmálastjórastarfið komi til með að skapa tíma- mót i sögu hinnar islenzku þjóðkirkju. Kjartan Sigurjónsson frá Vík.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.