Kirkjuritið - 01.03.1943, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.03.1943, Blaðsíða 41
KirkjuritiS. Sveitadúkur Veróníku helgu. 111 ósk þinni. Hann, sem þú leitar, er ekki lengur hér. Pílatus hefir deytt hann’". — Það var kominn bjartur morgunn, þegar kona Pilatusar vakn- aði. Og hún skrifa'ði á vaxspjald og sendi manni sínum boðin, boðin, sem hann skeytti engu. Hann vildi ekki, að neinn skyldi geta sagt það um sig, að landstjórinn léti drauma konunnar sinnar hafa áhrif á sig. Og þvi sótti Fástina svona að, þegar hún kom til Jerúsalem. Nokkrar vikur eru liðnar. Fástína er aftur komin heim tii . keisarans og hann enn þyngra haldinn en fyr. Hún er að segja honum frá sorgarför sinni og getur ekki varizt gráti, er hún kemur að því, að spámaðurinn hafi verið krossfestur sama dag- inn sem hún kom til Jerúsalem. En Tiberíus lætur sér alveg a sama standa. Hann hefir ekki orðið fyrir neinum vonbrigðum. Hann bregður Fástínu aðeins um hjátrú hennar á kraftaverka- menn. En hún vill ekki láta hlut sinn. ,,Þessi maður var í raun og veru spámaður,“ segir hún. „Ég hefi séð hann. Þegar liann leit í augu mér, hélt ég, að hann væri Guð. Ég var frávita, að ég skyldi láta liann ganga i dauðann“. »Ég er feginn þvi, að þú lézt hann deyja“, segir Tiberíus. ■•Hann var uppreisnarmaður og drottinssviki“. Þá hleypur Fástinu kapp í kinn: „Ég hefi talað við marga af vmum hans í Jerúsalem“, segir hún. „Hann var saklaus af því, seni hann var kærður fyrir“. >.Þó að hann hafi ekki beinlínis drýgt þá glæpi, þá er hann sjálfsagt ekki betri en aðrir“, segir keisarinn. „Það er enginn só maður til, að liann hafi ekki þúsund sinnum átt skilið dauða- refsingu“. Þessi orð koma Fástínu til að gjöra það, sem hún liefði ann- ars hikað við. »Ég aetla þó að minnsta lcosti að sýna þér mcrki um mátt hans. Ég sagði þér áðan, að ég hefði lagt líndúkinn minn yfir andlit honum. Það var sami klúturinn og ég held nú á í hendinni. dltu sjá hann snöggvast?“ Hún breiðir úr dúknum fyrir framan keisarann, og hann sér a honum skuggakennda mynd af mannsandliti. Rödd gömlu konunnar skelfur, er hún heldur áfram máli sinu: »Þessi maður sá það, að ég elskaði hann. Ég veit ekki, livaða kraftur veitti honum mátt til þess að gefa mér mynd af sér. En hvert sinn og ég lít liana, fyllast augu mín tárum“. Keisarinn lýtur áfram og virðir myndina fyrir sér. Hún er

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.