Kirkjuritið - 01.03.1943, Blaðsíða 34
104
Kjartan Sigurjónsson:
Marz.
strjálbýlis og vondra veðra, þá tókst samt fyrir óvenju mikinn
áhuga fólksins þar og sérstakan dugnað söngmálastjóra að stofna
þarna og æfa 17 manna kór, er síSan hefir annazt sönginn í
Oddakirkju.
Þetta er gleSilegur vottur þess, að unga fólkið sé að vakna til
frekari starfs í þágu kirkjunnar, og er þetta fögur hugmynd
fyrir önnur ungmennafélög í landinu að starfa beint að því
að vekja unga fólkið til frekara starfs og meiri umliugsunar um
kirkjuna og hennar málefni.
Næsti viðkomustaður okkar var Borgarnes. Þar hafði tekizt
samstarf milli Karlakórs Borgarness og kirkjukórsins, báðum til
ómetanlegs gagns, og mætti það verða öðrum til fyrirmyndar.
Kirkjukórinn í Borgarnesi tók nú að æfa af kappi undir liljóm-
teika, og voru þeir haldnir þ. 15. nóv. 1942 í samkomuhúsinu í
Borgarnesi fyrir liúsfylli og hinum beztu undirtektum. Það er
mjög freistandi að geta þess, að kvöldið eftir hljómleikana, bauð
séra Björn Magnússon öllum kórnum ásamt söngmálastjóra, sókn-
arnefnd o. fl. heim til sín að Borg. Átti fólk þetta þarna hina
ánægjulegustu kvöldstund.
Það er Sannarlega til mikillar uppörfunar fyrir hvaða kór sem
er að finna, að presturinn fylgist svona vel með starfi hans og
meti það að verðleikum.
' Kirkjukórinn i Borgarnesi liefir ágætum kröftum á að skipa
og Borgnesingar þurfa sannarlega engu að kvíða i þeim efnum,
er þeir liafa reist liina fyrirhuguðu kirkju sina i Borgarnesi.
Næst var numið staðar á Akranesi. Þar hefir nú um langt skeið
verið starfandi kirkjukór, sem jafnan hefir haft á að skipa hin-
um beztu kröftum, og má það bezt marka á því, að úr þeim kór
liafa nýlega tvær konur sungið i útvarpið.
Kór þessi er það góður, að ég er ekki í neinum vafa um, að
Akrnesingar mega bráðlega eiga von á góðum kirkjuhljóm-
leikum.
Frá Akranesi héldum við til Víkur i Mýrdal. Þar hefir einnig
um all-langt skeið starfað kirkjukór, sem nú var bætt í nokkrum
nýliðum, og tók svo hinn nýstofnaði Víkurkirkjukór til óspilltra
málanna að æfa undir kirkjuhljónileika, er haldnir voru í Vík-
urkirkju þ. 6. des. 1942 við húsfylli og ágætar undirtektir.
í Víkurkirkjukór eru um 20 meðlimir.
Til þess að lýsa þeim kór frekar eða söng hans er mér málið
of skylt, þar sem ég er einn af félögum hans, og læt ég því
útrætt um liann.
Frá Vík var haldið að Breiðabólstað í Fljótshlíð. Þangað