Kirkjuritið - 01.03.1943, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.03.1943, Blaðsíða 15
Kirkjuritið. Séra Þorsteinn Kristjánsson: 85 'íiiklu starfi fyrir hið opinbera, ritaði hann allinikið, og nmn hafa átt ýmislegt í handritum, sem hann ekki liafði omið i verk að láta prenta. Skáldmæltur var liann vel, og hygg ég, að hann láti eftir sig allmikið af óprentuðum Ijóðum. Ivver og hihlíusögur voru gefnar út eftir hann fyrir nokkrum árum og eru allvíða notuð við uppfræðslu óarna í kristnum fræðum. Séra Þorsteinn átti fallegt lieimili. Ríkti þar friður og 'nnri fegurð. Voru þau hjónin samhent í gestrisni, og Ina fullyrða, að heimilið var gott athvarf öllum þeim, er Þangað leituðu, og að frá þvi stöfuðu góð áhrif — á- hrif trúar og menningar. Séra Þorsteinn var drengur hinn bezti, gáfaður, góð- gjarn og gamansamur. Þessvegna var liann góður félagi °g starfsbróðir. Lifsstarf lians var fagurt. Þeir, sem þess nutu, virtu hann og elskuðu. Þegar hann fyrir nokkrum árum hugði sækja í annað jjrestakall, báðu sóknarhörnin hann að fara livergi. Hann varð við þeiin óskum safnaðanna. Nú var liann kallaður burt af því valdi, sem allir verða að lúta. En áhrif lians og andi lifa enn og starfa. Og Guð mun lilessa árangurinn og gefa ávexli af því, er úann sáði. Vér blessum minningu lians og biðjum Guð að vaka yfir ástvinmn hans og söfnuðum. Sigurgeir Sigurðsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.