Kirkjuritið - 01.03.1943, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.03.1943, Blaðsíða 38
108 Selnia Lagerlöf: Marz. gull. Hún sá, að þeir sóttu allir upp að hallardyrunum og þeir, sem fremstir voru, tóku að lemja þær. Loksins opnuðust þær. Þræll kom út og spurði: „Hvað viljið þið“. Þá fóru þeir allir að æpa og kalla: „Hvar er spámaðurinn mikli frá Nazaret, hann sem var sendur af Guði og á að gefa okkur vitið og sálina aftur?“ Hún heyrði þrælinn svara kæruleysislega: „Það er ekki til neins fyrir ykkur að vera að leita að spámanninum mikla. Pilatus hefir deytt liann“. Þá ráku allir vitfirrtu mennifnir upp voðalegt óp, eins og villidýraöskur, og þeir fóru i örvæntingu að meiða sjálfa sig, svo að blóðið rann niður á hellurnar. Og þegar hún sá i draumnum alla þessa eymd, þá fór hún sjálf að slá höndum og kveina. Við það vaknaði hún. En aftur sofnaði hún, og enn var hún í draumi á þakinu. Am- báttir hennar sátu hringinn í kring um hana og léku fyrir hana á hörpur og bumbur, og loftið var þrungið rósailmi. Þá lieyrði hún rödd segja við sig: „Gakktu út að handriðinu um þakið og líttu niður i garðinn þinn“. En hún færðist undan i draumnum og sagði: „Ég vil ekki sjá fleiri af þeim, sem þyrpast i nótt inn í garðinn minn“. 1 sama bili heyrði hún niðri hlekkjaskrö'lt, hamarshögg og viðarskelli. Ambáttir hennar hættu söngnum, gengu út að riðinu og litu niður. Sjálf gat hún ekki heldur setið kyr en gekk eins og þær og horfði niður. Þá sá liún, að hallar- garðurinn hennar var alskipaður af öllum vesalings föngunum í veröldinni. Hún sá þá felda i fjötra, sem áður höfðu legið í dimmum dýflissum. Hún sá þá, sem unnu í námunum, draga á eftir sér sleggjur sinar og galeiðuþrælana koma með þungu járnreknu árarnar sinar. Þeir, sem voru dæmdir til krossfesting- ar, komu með krossana, og þeir með axirnar, sem áttu að háls- höggvast. Hún sá þá, sem voru hnepptir i ánauð í ókunnum lönd- um, með augun brennandi af heimþrá. Hún sá alla aumingja burðarþrælana með blóðug bökin undan svipuhöggunum. Allir þessir ógæfumenn hrópuðu einum rómi: „Opnið, opnið“. Þá gekk þrællinn, sem liélt vörð við dyrnar, fram í gættina og spurði: „Hvað viljið þið?“ Og þeir svöruðu eins og liinir: „Við leitum að spámanninum mikla frá Nazaret, honum sem er kom- inn'til jarðarinnar til að gefa föngunum frelsi aftur og þrælun- um hamingjuna“. Þrællinn svaraði þeim þreytulega og kæru- leysislega: „Þið getið ekki fundið liann hérna. Pílatus liefir deytt hann“. Og óðar en hann liafði sleppt orðinu, þótti lienni i draumnum brjótast fram svo ofsaþrungin reiði og háð, að jörð og himinn skylfu. Henni fannst eins og hún stirðnaði upp af hræðslu, og svo mikill skjálfti fór um hana, að hún vaknaði.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.