Kirkjuritið - 01.03.1943, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.03.1943, Blaðsíða 29
Kirkjuritið. Hugsað undir prédíkun. Brákaðan reyrinn brýtur hann ekki sundur, og dapran hörkveik slökkur hann ekki. Jes. 42,3 (sbr. Matt. 12,20). 1 allri Ritningunni er ekki lil neitt orð, er mýkri hönd- um fari um sár syndugs manns, en þetta. Enda er það neimfært til Hans, sem sýndi oss kærleika Guðs holdi klæddan á þessari jörð. I trausti þessa orðs, og Hans, er gjörði það að veruleika, þarf enginn að örvænta, hversu sem sár hans hlæða, hversu hrákaður sem hann er og hversu dapurt sem ljós lians logar. En látum vér mennirnir oss þetta nægja eða erum vér ánægðir með það? Oft spyrjum ver, og' þykjumst heilagir eins og' Farise- arnir forðum: Hvers vegna þolir Guð þetta og hitt? Já niargir spyrja ekki sízt á tímum eins og þessum óg'ur- 'legu styrjaldartímum: Hvernig getur Guð þolað þetta? Er ekki þetta allt saman vottur þess, að Guð er ekki til eða að minnsta kosti vottur þess, að hann hirðir ekki nm mennina? En Ritningin svarar: Guðs vegir eru aðrir en ykkar vegir. — Já hamingjunni sé lof, að svo er. — Þú ert mað- Ur, liann er Guð. Hann er sá sem liann er, óliáður, frjáls. Svona er hann, hvað sem vandlætingasemi Farísea nllra tíma segir: Hann brýtur ekki brákaðan reyr og slökkur ekki dapran hörkveik. Svona er hann, hvort sem ver viljum það eða ekki, og livort sem vér samsinnum eða ekki. Svona er hann, til óendanlegrar hug'gunar þeim, sem þurfa og þrá, þeim, sem koma til hans með sundur-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.