Kirkjuritið - 01.03.1943, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.03.1943, Blaðsíða 32
Marz. Frá starfi söngmálastj. þjóðkirkjunnar. ÞaS er mér sönn ánægja, aö segja lítilsliáttar frá ferðum mínum um landið meS söng'málastjóra s.l. ár. Þegar ég byrjaði ferðalög mín með söngmálastjóra Sigurði Birkis, til þess að geta að staðaldri orðið aðnjótandi lians ágætu kennslu, þá var ferðinni fyrst lieitið vestur að Hellnum á Snæ- fellsnesi. En frá starfi hans þar og í Ólafsvík hefir verið skýrt i 8. hefti Kirkjuritsins f. á., svo að ég sleppi frásögn um það. Eitt vil ég þó minnast á, örðugleikana við ferðalagið. Fyrsfa daginn t. d. komumst við að Vegamótum með bíl þeim, er ekur frá Borgarnesi til Stykkishólms. Þar urðum við svo að bíða til næsta morguns eftir því að fá ferð lengra vestur á bóginn. Þar sem ekkert gistihús er á Vegamótum, urðum við að láta okkur nægja að dúða okkur í teppum og leggjast síðan til svefns — á gólfinu. — Næsta dag komumst við að Hamrendum, en lengra vestur verður eigi komizt á bíl. Þar þáðum við hinn bezta næturgreiða lijá þeim myndar- hjónum Margréti og Sigmundi og dvöldum hjá þeim langt fram á næsta dag, en þá kom maður frá Hellnum til ]>ess að flytja okkur siðasta spölin á hestum. í ferðalag þetta höfðu þarna farið þrir dagar í staðinn fyrir einn, ef söngmálastjóri liefði liaft bíl til umráða, sem verður að teljast mjög nauðsynlegt i hans erfiða og yfirgripsmikla starfi. Hofsós var næsti ákvörðunarstaðurinn, og þá var nú ekki leng'ur neinu að kvíða með söngkraftana, því að þá var maður kominn í Skagafjörðinn, en það hérað hefir öðrum héruðum fremur haft orð á sér fyrir mikið sönglíf og góða raddmenn, enda liafa þaðan komið nokkrir af okkar frægustu mönnum á sviði söngsins, eins og t. d. Sigurður Birkis söngmálastjóri, Stefán Guðnnindsson, óperusöngvari og Sigurður Skagfield. Á Hofsós ríkti mikill áhugi meðal fólksins, t. d. má geta þess, að á hverjum degi kom fólk ríðandi tangan veg til söngæfinga inn á Hofsós, og sjómenn, er stunduðu sjóróðra daglega, komu hlaupandi beina leið frá bátum sinum og á söngæfingar. Á Hofsós hafði áður starfað hlandaður kór, en hafði nú legið

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.