Kirkjuritið - 01.03.1943, Page 39

Kirkjuritið - 01.03.1943, Page 39
Kirkjuritið. Sveiladúkur Veróniku belgu. 109 Þegar hún var vöknuð, settist hún upp í rúminu og sagði við sjálfa sig: „Nú vil ég ekki láta mig dreyma meira. Nú œtla ég að halda mér vakandi í alla nótt, svo að ég sjái ekki meira af (dlum þessum ósköpum". En nærri því á sama augabragði sigraði þó svefninn hana', hún hallaði sér aftur á koddann og sofnaði. Enn dreymdi hana, að hún sæti á þakinu sínu og drengurinn hennar litli væri að hlaupa fyrir framan hana með knöttinn sinn. Þá heyrði hún rödd segja við sig: „Gakktu út að riðinu og gáðu að, hverir bíða í garðinum þínum“. En luin svaraði: „Nei, ég verð kyr, ég hefi séð meira en nóg af eymd í nótt“. 1 sömu svipan kastaði sonur hennar knettinum svo, að hann skoppaði út af þakinu, og hann flýtti sér siðan út að riðinu og fór að klifra það. Þá varð hún hrædd og hljóp og náði í barnið sitt. En um leið sá hún það, a<5 garðurinn var fullur af fólki. Þar voru allir þeir, sem særzt höfðu i stríði, limlestir og flakandi i sárum, og garðurinn var ahur löðrandi í blóði. Og umhverfis þá stóðu allir þeir menn á a jörðunni, sem höfðu misst ástvini sína á vígvöllunum, munað- arlaus börn, ekkjur og gamalmenni. Þeir fremstu komust að dyrunum, og dyravörðurinn kom eins og áður og opnaði. Hann spurði alla ])essa sáru menn: „Hvað viljið þið hingað í húsið“. Og þeir svöruðu: „Við leitum að spámanninum mikla frá Naz- aret, honum sem mun banna stríð á láði og legi og gefa frið á jörðu. Við leitum hans, sem mun smiða plógjárn úr sverðunum °g sniðla úr spjótunum". Þá svaraði þrællinn ok kendi óþolin- ■næði i röddinni: „Eru alltaf að koma fleiri og fleiri að kvelja >nig? Eg er búinn að margsegja það. Spámaðurinn er hér ekki. Eilatus hefir deytt hann“. Svo lokaði hann dyrunum. En kona Púatusar hugsaði í draumnum um harmakveinið, sem nú myndi stiga upp: „Ég vil ekki heyra það“, hugsaði hún og hraðaði sér h'á riðinu. í sama vitfangi vaknaði hún og sá þá, að hún var koinin fram úr rúminu út á kalt steingólfið. Og enn sagði hún við sjálfa sig, að hún skyldi ekki sofa meir þessa nótt. en aftur seig svefnhöfgi á hana og hana fór að dreyma á ný. Maður hennar stóð við hlið hennar á þakinu. Hún •sagði honum drauma sína, en hann gjörði gys að henni. Þá barst rödd til eyrna hennar eins og fyr: „Farðu og líttu á menn- lna. sem biða í garðinum þinum“. „Nei“, hugsaði hún, „ég vil ekki sjá þá, ég hefi séð meira en nóg af ógæfumönnum í nótt“. I þvi var barið þrjú högg á hallardyrnar og maður hennar gekk :>ð riðina til að sjá, hverir vildu komast innn. En undir eins og bmin hafði beygt sig fram, benti hann konu sinni að koma

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.