Kirkjuritið - 01.03.1943, Blaðsíða 33
Kirkjuritið.
Frá starfi söngmálastjóra
103
niðri um hríð. Var nú kór þessi endurvakinn og bætt í hann
nokkrum nýliðum, og er hann var formlega stofnaður, voru 21
í honum.
Nokkru erfiðara var um söngæfingar á Hofsós heldur en á þeim
stöðum, er að framan getur, þar sem sumt af fólkinu þurfti að
koma all langa leið ofan úr sveit til æfinganna, en örðugleikar
þessir hurfu algerlega fyrir hinum mikla áhuga, sem fólkið sýndi
i hvivetna.
Næsti áfangi okkar var Sauðárkrókur. Þar var starfandi kirkju-
hór undir stjórn hins ágæta söngstjóra og tónskálds Eyþórs
Stefánssonar.
Var nú bætt í hann nýliðum og síðan tekið til óspilltra mál-
anna með æfingar, því að nú skyldi gera mikið. Það var sem
Sfigt ákveðið að efna til kirkjuhljómleika innan lítils tima.
Þetta var að visu í mikið ráðist fyrir svo ungan kór, og það
hka um há bjargræðistímann, þegar gera mátti ráð fyrir, að
er>ginn mætti vera að þvi að sinna slíku.
Hljómleikarnir voru nú samt haldnir þ. 4. sept. 1942, fyrir
Hdlu lnisi áheyrenda og við ágætar undirtektir allra, er á hlýddu.
Þrátt fyrir þennan sigur var hinn ungi kór samt ekki ánægð-
llr, heldur auglýsir hann söngskemmtun i Varmahlíð, og þangað
*er allur kórinn og svngur við ágætan orðstír.
Njóti kirkjukór Sauðárkróks áfram krafta síns ágæta söng-
stjóra, og starfi liann áfram af sama brennandi áhuga, eins og
hann hóf sitt starf, þá má vænta mikils af honum í framtiðinni.
Næst var ferð okkar heitið að Miklabæ í Skagafirði, en sökum
þess hve tími þessi var óhentugur fyrir fólkið þar, var ekki
:innað gert en að stofna þar 20 manna kór og hann æfður til
þess að geta sungið við guðsþjónustu, er séra Guðbrandur
hjörnsson prófastur frá Hofsós flutti þá að Miklabæ, en frekara
starf látið bíða betri tíma.
Nú kvöddum við Norðurland eftir um tveggja mánaða dvöl
þar, og var nú ferð okkar heitið suður á bóginn.
Keflavík var næsti áfangastaðurinn. Þar var fyrir starfandi
16 nianna kirkjukór, er hefir á að skipa ágætum kröftum.
Ahugi var þar sem annarstaðar mikill, og óviða hefi ég verið
Vl® guðsþjónustu, þar sem ríkt hefir jafnmikil ró og ,,stemning“
eins og í Keflavikurkirkju sunnudaginn áður en við fórum þaðan.
Frá Keflavík héldum við að Strönd á Rangárvöllum, en þar
hafði Ungmennafélagið ákveðið að gangast fyrir stofnun kirkju-
kórs, er syngi við Oddakirkju.
Þratt fyrir óvenjumikla örðugleika þar eystra bæði sökum