Kirkjuritið - 01.06.1946, Side 29

Kirkjuritið - 01.06.1946, Side 29
Kirkjuritið. Leiðtogar stórþjóðanna —. 211 allar þær þrautir, er vér höfum orðið að sæta; konung- ar vorir, höfðingjar vorir, prestar vorir, spámenn vor- ir og gervallur lýður þinn, frá því á dögum Assýríu- kominga og frarn á þennan dag. En þú ert réttlátur i öllu því, sem yfir oss hefir komið, því að ])ti hefir atið- sýnt trúfesti, en vér höfum breytt cguðlega. Konungar vorir, höfðingjar vorir, prestar vorir og feður vorir ltafa ekki heldur haldið lögtnál þitt né lilýtt skipunum þín- “m og aðvörunum“. Onnur máttug syndajátning er í Daníelsbók, 9. kap.: „Æ, drottinn, þú mikli og ógurlegi Guð, sem heldur sátt- málann og ntiskunnina við þá, sem elska ltann og varð- veita boðorð ltans. Vér höfum syndað og illa gert, vér höfum breytt óguðlega og verið þér mótsnúnir og vik- ]ð frá boðum þínum og setningum .... Drottinn, vér niegum hlygðast vor, konungar vorir, höfðingar vorir °g feður vorir, því að vér höfum syndað ntóti þér. En hjá drottni, Guði vorum, er miskunnsemi og fyrirgefning, því að vér liöfum verið honunt mótsnúnir, og ekki lilýtt ■'austu drottins, Guðs vors, að breyta eftir boðunt ltans, beint er hann fyrir oss lagði fvrir ntunn þjóna sinna, spámannanna. Já, allur Israel hefir brotið lögmál þitt, hefir vikið frá þér, svo að hann hlýðir ekki framar 'austu þinni; þá var þeirri eiðfestu bölvan úthellt yfir °ss, sem skrifuð er í lögmáli Móse, þjóns Guðs, því að ver höfmn sj'ndgað móti honum ........ Og heyr nú, Guð vor, bæn þjóns þíns og grátbeiðni hans, og lát ásjónu þína lýsa vfir helgidónt þinn, sem nu er í eyði, vegna þjóna þinna, drottinn. Hneig, Guð minn, eyra þitt og' heyr, ljúk upp augunt þínunt og sjá vvðing vora og borgina, sent nefnd er eftir nafni þínu, þvi að ekki framberunt vér auðmjúkar bænir fyrir þig 1 trausti til vors eigin réttlætis, heldur i trausti til þinn- ar miklu miskunnsemi. Drottinn, lteyr, drottinn, fyrir- gef! Drottinn, hygg að og framkvæm, tef eig'i fyrir sjálfs þín sakir, Guð minn!“

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.