Kirkjuritið - 01.06.1946, Side 51

Kirkjuritið - 01.06.1946, Side 51
Kirkjuritið. Prestastefnan. 233 Með orðsins brandi. Þýðing á nokkrum prédikunum eftir danska prestinn og skáldið Kaj Munk, er myrtur var á styrj- aidarárunum, eins og kunnugt er. Úr guðfræðideild Háskólans útskrifuðust að þessu sinni sjö kandídatar: 1. Arngrímur Jónsson með 2. einkunn betri 123% stig. 2. Bjartmar Kristjúnsson með 1. einkunn 157% stig. 3. Emil Björnsson með 1. einkunn 152 stig. 4. Jóhann Hlíðar með 1. einkunn 132 stig. 5. Kristinn Hóseasson með 2. einkunn 71% slig. C. Sigurður M. 1‘étursson með 1. einkunn 126% stig. 7- Þorsteinn Valdimarsson með 1. einkunn 155% stig. Vænti ég þess fastlega, að sem fiestir þessara ungu og efni- legu manna, og lielzt allir, taki hið fyrsta vígslu og helgi krafta sína hinu háleita starfi í þjónustu kirkjunnar og kristindómsins. Hin mörgu óveittu prestaköll tala skýru máli um þá miklu þörf verkamanna í víngarðinn. Þjóðin sjálf þráir andlega ieið- toga. Og hinir miklu upplausnar- og byltingatímar, þegar öll veröhlin er svo að segja i deiglunni og fyrir dyrum stendur að skapa og móta betri og bjartari framtíð, gera nauðsynina enn- þá brýnni á því, að kirkjan, boðberi hugsjóna Jesú Krists, megi verða öflug og sterk, einnig hér í voru landi, og setja sinn ])læ á þjóðlifið. Hagana 21.—26. júní s.l. vár háð i Winniþeg Almælisþing hins evangeliska-lúterska kirkjufélags Vestur-íslendinga. Var l’að 60 ára afmælishátíð félagsins. Af hálfu íslenzku kirkjunnar mætti þar prófessor Ásmundur Guðmundsson, formaður Prestafélags íslands, og flutti sam- komunni kveðju frá íslenzku kirkjunni, biskupi og ríkisstjórn Islands. Þing þetta sátu 13 prestar, 50 fulltrúar og um 600 gestir, og var samkoman hin virðulegasta og mun meðal annars hafa átt þátt í því, að tengja enn traustari bönd með íslendingum l)áð- "ni megin hafsins. Biskupafundur Norðurlgnda var haldinn í Kaupmannahöfn dagana 22.—25. ágúst. Sat ég þann fund ásamt öllum höfuðbisk- »pum Norðurlanda, og var hann í alla staði hinn ánægjulegasti. Samband Norðurlandakirknanna hafði að mestu verið rofið styrjaldarárin, en var nú tekið upp að nýju. Helzta umræðuefni biskupafundarins var aukin samvinna Norðurlandakirknanna að eflingu meginhugsjóna kristindómsins.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.