Kirkjuritið - 01.06.1946, Page 57

Kirkjuritið - 01.06.1946, Page 57
Kirkjuritið. Prestastefnan. 239 tiátiðardagur íslendinga, tekinn i tölu helgidaga þjóðkirkjunnar, og áð sérstakt hátiðarritúal yrði samið fyrir þennan dag. Ýmsar kveðjur voru sendar, m. a. til kirkjumálaráðherra, rektors Menntaskólans og kennaraþings íslands. Um kl. 11 f. h. sleit hiskup prestastefnúnni með árnaðar- og tivatningarorðum til prestanna. Hvatti liann í Ilrottins nafni til nýrra átaka í starfi fyrir œskulýðinn og þannig fyrir heild þjóð- arinnar. Síðan var gengið inn í kapelluna, og þar báðu biskup og prestar bænar saman að skilnaði. Var sungið að endingu sálm- versið: „Son Guðs ertu með sanni“. Þegar að prestastefnunni iokinni fóru prestarnir með biskup i fararbroddi lil listasafns Einars Jónssonar og sáu Kristsmynd hans, hið fegursta listaverk, er mun verða krislni íslands til blessunar um aldur. Þaðan var farið til Þingvalla i boði bæjarstjórnar Reykja- vikur og setin þar liin ágætasta veizla. Borgarstjóri .Bjarni Bene- diktsson ávarpaði prestana og fór hlýjum viðurkenningarorð- úni um starf íslenzkrar prestastéttar bæði fyrr og síðar. Biskup þakkaði fyrir hönd prestanna. Eftir veizluna gengu prestar um Þingvöll, og flutti séra Guðmundur Einarsson prófastur erindi >iin staðinn. Um kvöldið sátu prestar boð hjá biskupshjónunum við góðan fagnað og ræðuhöld. Var þá tekin mynd sú, cr fylgir hér í i'itinu.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.