Kirkjuritið - 01.06.1946, Side 60

Kirkjuritið - 01.06.1946, Side 60
212 Guðbrandur Björnsson: Júní-Júli. Kristindómsnáminu i barnaskólum er ekki ætlaður meiri stundafjöldi á viku en 3 stundir mest. Heimilin missa ábuga fyrir sérstakri uppfræðslu barna sinna i kristnum fræðum, svo sem áður liafði verið, og margir prestar slá slöku við kverkennsluna sök- um þess, að skólinn tekur námstíma barnsins, og afleið- ingin af þessu verður sú, að börn verða almennt ver að sér í kristnum fræðum og liafa minni ábuga fyrir þess- ari námsgrein en áður liafði verið fyrir 1907. Hinn sérstaki fermingarundirbúningur, sem prest- arnir einir framkvæma, mun vera nokkuð misjafn víðs- vegar á landinu bæði í sveitum og kaupstöðum og' bæjum. Eftir því sem ég þekki til, byrjar bann aðallega árið, sem barnið fermist á, eða eftir 12 ára aldur. Þá befjast reglulegar spurningar og yfirheyrslur í kveri og; bibliu- sögum messudag hvern eftir nýár og fram úr. Auk þess munu flestir prestar kalla börnin, sem eiga að fermast, til spurninga 8 sinnum eða oftar, ýmist heima bjá presti eða á einhvern hagkvæmara stað í prestakallinu, vik- urnar áður en ferming fer fram, en ferming á samkvæmt lögum að fara fram sunnudaginn næstan fvrir Úrbans- messu á vorin, og ennfremur að hausti í stærri presta- köllum. Fermingin: í meðvitund kristinna safnaða er ferm- ingin mikil alvöruathöfn, þvi þá játar hinn ungi læri- sveinn trú sína og hollustu við konunginn Krist og kýs hann að leiðtoga lífs síns. Brýna nauðsyn her því til, að lærisveinninn, sem slíkt heit vinnur, hafi fengið sem bezta þekkingu á meginmáli kristinnar trúar og þeim háleitu kenninguin, sem trúin leggur honum á herðar að framkvæma i lífi sínu. Eins og nú standa sakir, virðist áhuginn fyrir kristin- dómsnáminu hafa frekar dvínað i hlutfalli við aukna námskröfu í öðrum greinum. Kristindómsnámið er orðið aftur úr, og fermingin

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.