Kirkjuritið - 01.06.1946, Page 67

Kirkjuritið - 01.06.1946, Page 67
Kirkjuritið. Brot úr ferðasögu. 249 hafði frítt far í W,ashington ríki sem farandprestur. í þjónustu Islenzka kirkjufélagsins. Litið var uni peninga hjá okkur; dálítið þurfti ég að skilja eftir heima. Ég' hafði að öllu samantöldu tuttugu ,og fjóra dollara til ferðarinnar, sem eftir mínum reikningi myndi nægja fyrir farbréfi. Ivonan mín undirbjó nesti. Annan sunnudaginn í júnímánuði messaði ég' í Blaine, árdegis, en fór svo stuttu síðar með Seattle—Vancouver lestinni áleiðis til Everett, Washington; fylgdi litli hóp- urinn minn mér niður á járnbrautarstöðvarnar. Veðrið var undra fagurt — og náttúran í skartklæðum hásum- arsins. Um kl. 4 síðdegis, alllangt fyrir norðan Everett- öæ, bilaði gufuketillinn, varð við það allmikil töf, er olli því, að ég missti af lestinni, er fór frá Kyrrahafi austur j'fir fjöllin. Þurfti ég þvi að bíða næstu lestar, seni fór árla næsta dag. Gisti ég í verkamanna gistihúsi í Everett um nóttina, en fór svo með morgunlestinni aleiðis til Minneota næsta morgun. Ferðin gekk eins og í sögu vfir fjöllin og upp á hásléttuna, sem teknr við austan þeirra. Til Spokane var komið kl. 8,30 um kvöld- ■ð, þar var um hálfrar stundar hið. Nú fór ég út úr lest- ■uni til að lcaupa farbréfið, áleiðis austur. Ég fór nú að stöðvarglugganum, þar sem farhréf- in voru setd, l)að ég um farseðil til Marshall, Minnesota, (táar mílur frá Minneota). Eflir ýtarlega athugun sagði afgreiðshunaðurinn mér, að farseðillinn kostaði $ 24,50. Nú hafði ég eingöngu $ 20,50, því að $2,00 hafði dvöl ■uín á gistihúsinu í Everett kostað mig. Nú vissi ég ekki, hvað ég átti til hragðs að taka, en sagði manninum, að ég kæmi rétt strax aftur. Svo fóé ég að ganga um í stöð- inni og hugsa mál mitt, og reyna að finna ráð til þess að halda ferð minni áfram, helzt án tafar. En ég sá eng- iu ráð til þess; — þótti illt að verða af þessari lest, því að ég var of seinn til þess að geta verið viðstaddur kirkju- þings byrjun, eins og nú var komið; hinsvegar voru ekki niargir, sem ég gat heðið um peningalán, þótt ég simaði

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.