Kirkjuritið - 01.06.1946, Blaðsíða 69
Kirkjuritið.
Brot úr ferðasögu.
251
áður en ég átti von á að komast til Minneota) borðaði
ég síðast af nesti mínu. Þann sama dag kl. 3 keypti
ég kaffi og kleinur fvrir síðustu tíu „centin“, sem ég
átti. Man ég ekki nafn bæjarins, sem var stór; ég las þar
á lestrarstofu, unz lestin fór, seint mn kvöldið.
Arla um morguninn kom lestin til Willmor í Minne-
sota-ríki, en þaðan átti ekki lest að fara, er færi mina
áætluðu leið, fyr en stuttu eftir bádegi. Ég var orðinn
talsvert þreyttur, settist ég' því áhyggjulaus í biðstofu
stöðvarinnar, og' svaf til kl. um 9 árdegis. Ég sal kyrr
góða stund eftir að ég vaknaði. Fólksstraumurinn var
óstöðvandi, sífellt að fara og koma. Matsölur og' kaffi-
liús voru til annarar bliðar. Það mun bafa verið uin tíu-
leytið, að fullorðinn maður einn ávarpaði mig. Attaði
ég mig á þvi, að i góða stund iiafði liann setið gegnt
mér og veitt mér atbygli. Sagðist hann hafa komið í
sömu farþegalest sem ég um nóttina, en liefði veitt því
eftirtekt, að ég liefði sofið svo lengi — og ályktað, að
ég væri veikur. Ég sagði, að mér liði vel, en hefði verið
dálítið syfjaður, enda kæmi ég alla leið vestan frá Kyrra-
hafi. Hann spurði mig, hvort ég væri katólskur prestur,
en ég sagði, sem var, að ég væri lúterskur og Islending-
ur að þjóðerni til. Svo sló hann upp á því, að við fengj-
uin okkur kaffi, i það minnsta, en ég eyddi þvi, enda
var maðurinn mér með öllu ókunnur — og að því er
mér fannst allt of vinalegur af óþekktum manni að
vera. Samt fór það svo, að hann bauð mér inn i mat-
söluna, gal ég ekki annað en þegið lians góðfúslega,
ítrekaða boð. Gaf hann mér þar ágætan morgunverð,
sagði ég honum þá ágriji af ferðasögu minni. Að lokum
fékk hann mér einn dollar að gjöf, sagði, að ég gæti
skilað honum síðar, ef mér svo sýndist. Gengum við
lengi saman í bænum og ræddum um margt. Lestin,
seni hann fór með, fór nokkuð á undan þeirri, sem ég
setlaði að ferðast með. Þessi maður, sem reyndist mér
svo bróðurlega, var katólskur, af þýzkum ættum. Þeg-