Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 6

Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 6
74 KIRKJURITIÐ Morgunn skyggður litum Ijóss lögmáls hrelling niður brýtur, upp til hæða augað lítur, yfir takmörk jarðlífs óss. Þungu dauðans þeli sviptir þróttur vors með grósku og yl. Gullin páskalilja lyftir lífsins krónu himins til. Ragnhildur Gísladóttir. Betel. Er húmið sveipar haf og land, ég held til bæna í grænan lund. Hinn skemmtni glaumur gleðimóts er glamur eitt hjá þeirri stund. Og hljóður geng ég grýttan stíg, en guðleg sól í hug mér skín. Hún bræðir klakann blíðum yl og brennir fánýt áform mín. Ég nálgast hægt minn helga lund, sem hrelldur drotíins lærisveinn. Svo krýp ég einn í ást og trú, þótt altarið sé kaldur steinn. Ég finn þar návist hulins heims, og himneskt yndi gleður sál. Við stjarna blik og blóma ilm mér birtir kvöldið engla mál. Árélíus Níélsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.