Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 7
Sumarið í nánd.
Engin þjóð mun unna vori og sumri heitar en Islending-
ar. Þeir eiga sinn „fyrsta sumardag." Hann er þeim fjórða
stórhátíð ársins. Og svo hefir verið kynslóð eftir kynslóð,
því að umskipti vetrar og sumars eru mikil norður við
yztu höf og löngum hefir blessað vorið bægt skorti frá, já,
beinlínis hungri, kulda og kröm. Það er fagnaðaróður
þjóðarinnar, sem sálmaskáldið túlkar:
Fénaðarhjörð ei finni nauð.
Færi jörðin öllu brauð.
Landsumgjörðin láti auð
laðast að oss sinn.
Sumargjafir voru gefnar og „gleðilegt sumar“ hljómaði
um allan bæinn með líkum fögnuði og „gleðileg jól.“
Nú er þessi fagnðarhátíð komin með yl og angan í
lofti og birtu og fegurð. Ný verkefni framundan til lands
°g sjávar. Ný öfl leyst úr læðingi. Menn og skepnur fyllast
f jöri og þrótt. Fuglar syngja. Blómin gægjast upp úr mold-
inni eins og fagnandi börn. Allt veldi sumarsins er í nánd.
★
Þó er það önnur sumarkoma, sem miklu meira varðar.
Jesús Kristur talar um hana í einni af ræðum sínum. Hann
segir: Nemið líkinguna af fíkjutrénu; þegar greinin á því
er orðin mjúk og tekin að skjóta út laufum, þá vitið þér,
að sumarið er í nánd. Eins eiga lærisveinar hans að ráða
það af vormerkjum í andans heimi, að sumar guðsríkis sé
í nánd. Það sumar kemur hingað á jörð með krafti. Það
er alveg víst. Hann kennir lærisveinum sínum að biðja um
það daglega föður sinn á himnum: Komi ríki þitt. Verði
vilji þinn svo á jörðu sem á himni. Það er þegar komið