Kirkjuritið - 01.04.1950, Blaðsíða 8
76
KIRKJURITIÐ
með kenningu, starfi og lífi hans sjálfs og lærisveina hans.
Mustarðskorninu er þegar sáð, sem verða mun að stóru tré
og skýla þeim, er leita forsælu undir limi þess. Jesús sér
sumarkomu Guðs ríkis fram undan. Þegar faðir hans á
himnum skóp þessa jörð, var það markmiðið. Og hvað er
sumarkoman í náttúrunni hjá því? Helfjötrar vetrarins
hrökkva af mannssálunum. Birta og ylur kærleikans
stökkvir burt myrkrum syndarinnar. Sól Guðs skín yfir
góða menn, sem búa við réttlæti og bræðralag. Heilagur
andi vorsins vekur fegursta gróður hjartnanna. Rós brosir
við rós. öll jörðin verður full af dýrð Guðs eins og djúp
sjávarins er vötnum hulið.
★
Er þessi sumarkoma, sem Jesús segir fyrir, einnig í nánd?
Sjáum við vormerkin, er hann nefnir?
Tæp fimm ár eru liðin síðan ægilegustu styrjöld lauk,
sem gengið hefir yfir þessa jörð. Og svo hefir hún leikið
hana, að hún er enn sundur flakandi í sárum. Kjarnorku-
sprengja í Hiroshima bindur endi á — hroðalegasta f jölda-
morð, sem framið hefir verið á mönnum og málleysingjum
Arðurinn verður auðvitað eins og til var sáð. Eða hvort
uppskera menn vínber af þýrnum eða fíkjur af þistlum?
Drep virðist vera að hlaupa í sárin. Hatur og tortryggni
magnast enn. Mannheimur er að skipast í tvo andstæða
flokka, þar sem fullur fjandskapur ræður. „Sameinuðu
þjóðirnar" svonefndu standa uppi máttvana og ráðalausar
líkt og Þjóðabandalagið áður. Tryllt vígbúnaðarkapphlaup
er háð. Og nú er lengra komið en svo, að þjóðirnar séu
gráar fyrir járnum. Þær hlaða upp sprengjum, búnum
krafti til að þurrka út allt líf á jörðunni, manna og dýra,
svo að hún geti bylt sér með sama feigðarglotti og máninn
í sólargeislunum um aldir alda.
★
En hvað gjörir kirkjan? Hefir hún megnað á undanförn-
um árum að leiða vormerki í ljós mitt í vetrarríkinu? Hin