Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1950, Qupperneq 8

Kirkjuritið - 01.04.1950, Qupperneq 8
76 KIRKJURITIÐ með kenningu, starfi og lífi hans sjálfs og lærisveina hans. Mustarðskorninu er þegar sáð, sem verða mun að stóru tré og skýla þeim, er leita forsælu undir limi þess. Jesús sér sumarkomu Guðs ríkis fram undan. Þegar faðir hans á himnum skóp þessa jörð, var það markmiðið. Og hvað er sumarkoman í náttúrunni hjá því? Helfjötrar vetrarins hrökkva af mannssálunum. Birta og ylur kærleikans stökkvir burt myrkrum syndarinnar. Sól Guðs skín yfir góða menn, sem búa við réttlæti og bræðralag. Heilagur andi vorsins vekur fegursta gróður hjartnanna. Rós brosir við rós. öll jörðin verður full af dýrð Guðs eins og djúp sjávarins er vötnum hulið. ★ Er þessi sumarkoma, sem Jesús segir fyrir, einnig í nánd? Sjáum við vormerkin, er hann nefnir? Tæp fimm ár eru liðin síðan ægilegustu styrjöld lauk, sem gengið hefir yfir þessa jörð. Og svo hefir hún leikið hana, að hún er enn sundur flakandi í sárum. Kjarnorku- sprengja í Hiroshima bindur endi á — hroðalegasta f jölda- morð, sem framið hefir verið á mönnum og málleysingjum Arðurinn verður auðvitað eins og til var sáð. Eða hvort uppskera menn vínber af þýrnum eða fíkjur af þistlum? Drep virðist vera að hlaupa í sárin. Hatur og tortryggni magnast enn. Mannheimur er að skipast í tvo andstæða flokka, þar sem fullur fjandskapur ræður. „Sameinuðu þjóðirnar" svonefndu standa uppi máttvana og ráðalausar líkt og Þjóðabandalagið áður. Tryllt vígbúnaðarkapphlaup er háð. Og nú er lengra komið en svo, að þjóðirnar séu gráar fyrir járnum. Þær hlaða upp sprengjum, búnum krafti til að þurrka út allt líf á jörðunni, manna og dýra, svo að hún geti bylt sér með sama feigðarglotti og máninn í sólargeislunum um aldir alda. ★ En hvað gjörir kirkjan? Hefir hún megnað á undanförn- um árum að leiða vormerki í ljós mitt í vetrarríkinu? Hin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.