Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 9
SUMARIÐ í NÁND
7?
sanna kirkja Krists hlýtur að gjöra það alstaðar og æfin-
lega. En öðru máli er að gegna um hina sýnilegu kirkju
miljónanna um lönd og álfur. Hún hefir víða brugðizt því
að halda á lofti hreinu fagnaðarerindi Krists á skelfingar-
tíð. Vonbrigði og kjarkleysi hafa veikt hana. Hún hefir
bent á viðurstyggð eyðingarinnar hvarvetna sem voldug-
ustu og áþreifanlegustu sönnun þess, hve mennirnir séu
vondir í innsta eðli sínu og alls vanmáttugir þess að bæta
ráð sitt. Hún hefir lagt megináherzlu á að sýna syndugum
mönnum synd þeirra eins og þeir væru alblindir á hana
og fullvissa þá um þróttleysi þeirra, sem þeir hafa sjálfir
fundið við hvert fótmál. Þó reisir það engan glæpamann
við að prédika honum, að hann sé djöfulsins barn, heldur
er það aumasti og áhrifaminnsti boðskapur til góðs, sem
honum verður fluttur. Jafnframt hefir kirkjan boðað
hjálpræði þeim einum til handa, sem náð Guðs útvelur
úr glötunarhaugnum. En skilyrðið til þess að verða henn-
ar aðnjótandi sé það, að menn trúi „friðþægingarkenn-
ingunni“ eins og kirkjuþing hafa boðað hana með sam-
þykktum sínum og játningum og einstakir menn túlkað.
Að dæmi Faríseanna hefir verið „ónýtt boð Guðs til þess
að geta haldið fram erfikenningu manna.“ Gleði og æsku-
kraft hefir skort. Kirkjuskipið hefir verið líkara björgunar-
bát, sem hefir týnt upp fáeina úr drukknandi manngrúa
í æðandi hafróti, heldur en glæstum knerri, skipuðum öll-
um þjóðum, er ristir heimshöfin á för til hins fyrirheitna
lands.
★
Jafnvel göfugustu og bezt menntu þjóðir heims, sem
forystuskylda hvílir á öðrum til blessunar, hafa ekki getað
varizt eymdinni og volæðinu. I stað gleðiboðskapar Jesú
Krists hafa kirkjur þeirra flutt mannasetningar, sem þær
virðast telja æðstar alls og reglu og mælisnúru á það, hvað
sé sannur kristindómur. Hingað til lands berast einnig óm-
arnir frá þeirri kenningu.