Kirkjuritið - 01.04.1950, Side 14

Kirkjuritið - 01.04.1950, Side 14
82 KIRKJUROTÐ í hverju landi hans orð og andi er allt lifandi að semja frið, þá er sumar Guðs ríkis í nánd. Ótti og hugleysi má ekki gagntaka kristna menn. Þeir mega ekki vera eins og bátshöfnin forðum á Genesaret, sem hrópaði örvæntingarfull í storminum og öldurótinu: Meistari, hirðir þú ekki um, að vér förumst? Þá mundi hann enn sem fyrr mæla þungum ávítunarorðum: Hvernig má það vera, að þér hafið enn enga trú? Vaka ekki föðuraugu Guðs yfir þessari jörð? Elskaði hann ,ekki svo þennan heim okkar, að hann gaf son sinn honum til lífs? Er ekki ríki hans gróðursett þannig í mannshjörtunum, að mannkynið fær aldrei deytt sjálft sig að fullu og öllu? Er ekki kærleikur hans sterkasta afl til- verunnar? Hef jið því upp höfuð yðar, kristnir menn. Lausn yðar er í nánd, ef ekki þrýtur trúna á Guð. Verið allir eitt í verki og sannleika. Leggið við lífið hver og einn, að stríð megi verða stöðvuð til endimarka jarðar. Og þú Islands kirkja, lát einnig heyrast þína rödd. Ver þú einn þátturinn í heimssamtökunum að friði. Ber fram merki Krists, Faðir vors, Fjallræðunnar, upprisunnar, lífs- ins, vorsins, kærleikans. Og sjá: Sumarið er í nánd. Ásmundur Guðmundsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.