Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 15

Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 15
Páskasólin. Fyrir nokkrum árum kom aldraður maður til mín á páskadaginn og sagði við mig: „Ég fór snemma á fætur í morgun, því mig langaði til að sjá sólardansinn, sem sagt er að eigi sér stað nokkru eftir sólaruppkomuna. „Sástu hann?“ sagði ég. „Nei, ég sá hann nú ekki“, sagði gamli maðurinn, „en ég sá það, sem var ennþá dýrlegra. Ég sá sólina breyta um lögun. Hún varð eins og hjarta í laginu, og sneru laufin til suðurs, en broddurinn til norð- urs. Ég horfði á þetta dálitla stund, en svo varð ég að líta undan, sökum birtunnar." „Ég er hræddur um, að eitt- hvað sé athugavert við sjónina þína,“ sagði ég og hló við. „Sólin er geysistór eldhnöttur úti í geimnum, sem aldrei breytir um lögun.“ „Já, ég hefi nú mjög veila sjón og er næstum blindur á öðru auganu. En þetta sá ég,“ sagði gamli maðurinn. Seinna fór ég að hugleiða þessi orð öldungsins. Getur ekki hugsazt, að hann hafi með sinni veilu sjón skyggnzt lengra en þeir, sem hafa fulla sjón, að honum hafi eitt augnablik verið sýnt inn í kjama tilverunnar. Mönnunum hefir verið gefið mannlegt auga að sjá með, og með því skýra þeir fyrir sér, hvað hlutimir eru. Þess vegna segj- úm vér: Sólin er eldhnöttur úti í geimnum. En augu vor sjá ekki lengra en þangað, sem skynsemi vor nær. Getur ekki eins vel verið, að það sé stórt hjarta, sem vér sjáum úti í geimnum, að það sé ef til vill hjarta Guðs, að hinn mikli höfundur tilverunnar hafi sett hið heita hjarta sitt upp í himinhvelfinguna, til þess að mennimir og allt, sem lifir, skyldi finna ylinn af kærleika hans og læra að elska hinn mikla skapara. Einar M. Jónsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.