Kirkjuritið - 01.04.1950, Side 16

Kirkjuritið - 01.04.1950, Side 16
Nútímans eina von. Páskaboðskapurinn hefir fylgt kristinni trú frá upphafi vega hennar, og jafnan verið talinn kjarni hennar. Á þessi boðskapur nú erindi til vorra tíma? Nútímamaðurinn — og á ég þá við meginþorra fólksins í okkar menningarumhverfi — nútímamaðurinn lætur mikið yfir því, hve hann sé raunhæfur. Hann vill vera virkileikans maður en ekki draumóranna, sem hann svo kallar. Og hann hefir lært af raunvísindunum dásamlegu að vilja, eins og Tómas, sjá og þreifa á, hann vill vega og mæla. Þá vill hann vera vaxinn upp úr tilfinningasemi gamla fólksins, en láta skynsemina ráða. Hann vill vera heilans maður frekar en hjartans. Trúar þarf hann helzt ekki, því að vísindin og þekkingin eru á góðum vegi með að leysa vandamálin. Þannig mætti lengi telja. Og þó að sumt af þessu sé raup og annað hreystiyrði, þá er líka mikið af þessu dagsatt. ★ Á nú páskaboðskapurinn erindi til þessa nútímamanns? Hvað verður úr honum frammi fyrir allri þessari skyn- semi og öllum þessum virkileika? Páskaboðskapurinn hljómar næsta ólíkt þessu öllu sam- an: Jesús Kristur, sem líflátinn hafði verið, negldur á kross og síðan stunginn með spjóti í hjartastað á föstudegi og jarðsettur það sama kvöld, hann reis upp frá dauðum næsta sunnudagsmorgun og birtist hóp manna, lét þá sjá sig, þreifa á sér, mataðist með þeim og talaði við þá. Víst er um það, að hér verður illa komið við mæli og vog, illa komizt hjá því að trúa, varla gengið fram hjá hjartanu.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.