Kirkjuritið - 01.04.1950, Side 18
86
KIRKJURITIÐ
þreifa fyrir sér, spekingar semja fræðisetningar, heil kenn-
ingakerfi eru mynduð, þing eru haldin, úrræða leitað. En
allt lendir í uppgjöf og vegleysu. En þá dynur allt í einu
yfir, þvert ofan í alla speki og allt skynsamlegt vit, að því
er virðist, eitthvert sterkviðri, sem rótar upp og endur-
skapar, svo að upp úr kemur nýtt mannkyn, ef svo mætti
segja, með sín nýju vandamál.
Þannig var það þegar páskaboðskapurinn hljómaði fyrst.
Gömlu trúarbrögðin voru orðin tómt form. Heimspekin
var að missa kraft sinn fyrir lífið. Ný trúarbrögð og siðir
komu og hurfu. Spurning Pílatusar: Hvað er sannleikur?
stendur eins og nokkurs konar yfirskrift yfir þessum
krossi, sem mannkynið var að negla sjálft sig á.
En þá fór stórviðrið yfir löndin, óháð öllum spekingum
og mikilmennatilraunum. Ný yfirskrift var rituð. Þegar
Pílatus spurði í örvæntingu, stóð sannleikurinn sjálfur,
holdi klæddur, fyrir framan hann, krafturinn frá hæðum,
sem bjargaði mannkyninu.
Á 15. og 16. öld var kirkja Krists illa á vegi stödd. Hún
var skekin af stormum nýrra vísinda, holgrafin af ýmis-
konar villukenningum, mergsogin af veraldar vafstri sinna
æðstu manna, sundruð, hvað eftir annað, af valdastreitu.
Beztu menn kirkjunnar sáu þetta og leituðu úrræða, kenn-
ingar komu fram og áætlanir um bætur á höfði og limum,
stór og merkileg þing voru haldin. En allt virtist þetta
ætla að renna út í sandinn.
Þá var tekið í tauminn, og sterkviðrið dundi yfir. Málið
var tekið úr höndum þeirra, sem í raun og veru áttu sök-
ina, og kirkjan kom út úr ofviðnmum, að vísu sundruð á
yfirborði, en gædd nýju lífi og krafti, bæði mótmælenda-
kirkjurnar, sem til urðu í þessum ofviðrum, og sjálf
katólska kirkjan, er gæddist nýjum þrótti og kröftugu lífi
til starfa.
Á 16. og 17. öld má sjá svipað fyrirbæri, þó að þá væri
ekki kirkju og trúmálum einum til að dreifa. Einhver
ófullnægð þrá hafði gripið alla, bæði í trúmálum og þjóð-