Kirkjuritið - 01.04.1950, Síða 18

Kirkjuritið - 01.04.1950, Síða 18
86 KIRKJURITIÐ þreifa fyrir sér, spekingar semja fræðisetningar, heil kenn- ingakerfi eru mynduð, þing eru haldin, úrræða leitað. En allt lendir í uppgjöf og vegleysu. En þá dynur allt í einu yfir, þvert ofan í alla speki og allt skynsamlegt vit, að því er virðist, eitthvert sterkviðri, sem rótar upp og endur- skapar, svo að upp úr kemur nýtt mannkyn, ef svo mætti segja, með sín nýju vandamál. Þannig var það þegar páskaboðskapurinn hljómaði fyrst. Gömlu trúarbrögðin voru orðin tómt form. Heimspekin var að missa kraft sinn fyrir lífið. Ný trúarbrögð og siðir komu og hurfu. Spurning Pílatusar: Hvað er sannleikur? stendur eins og nokkurs konar yfirskrift yfir þessum krossi, sem mannkynið var að negla sjálft sig á. En þá fór stórviðrið yfir löndin, óháð öllum spekingum og mikilmennatilraunum. Ný yfirskrift var rituð. Þegar Pílatus spurði í örvæntingu, stóð sannleikurinn sjálfur, holdi klæddur, fyrir framan hann, krafturinn frá hæðum, sem bjargaði mannkyninu. Á 15. og 16. öld var kirkja Krists illa á vegi stödd. Hún var skekin af stormum nýrra vísinda, holgrafin af ýmis- konar villukenningum, mergsogin af veraldar vafstri sinna æðstu manna, sundruð, hvað eftir annað, af valdastreitu. Beztu menn kirkjunnar sáu þetta og leituðu úrræða, kenn- ingar komu fram og áætlanir um bætur á höfði og limum, stór og merkileg þing voru haldin. En allt virtist þetta ætla að renna út í sandinn. Þá var tekið í tauminn, og sterkviðrið dundi yfir. Málið var tekið úr höndum þeirra, sem í raun og veru áttu sök- ina, og kirkjan kom út úr ofviðnmum, að vísu sundruð á yfirborði, en gædd nýju lífi og krafti, bæði mótmælenda- kirkjurnar, sem til urðu í þessum ofviðrum, og sjálf katólska kirkjan, er gæddist nýjum þrótti og kröftugu lífi til starfa. Á 16. og 17. öld má sjá svipað fyrirbæri, þó að þá væri ekki kirkju og trúmálum einum til að dreifa. Einhver ófullnægð þrá hafði gripið alla, bæði í trúmálum og þjóð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.