Kirkjuritið - 01.04.1950, Síða 19
NÚTÍMANS EINA VON
87
félagsmálum. Góðir menn og vitrir fóru af stað og rituðu
bækur og mynduðu stefnur. Höfðað var til skynsemi manna
og viljafestu og upplýsingar og góðgirni og hvað það nú
heitir allt þetta góða í manninum, sem á að geta frelsað
hann frá sjálfum sér.
En það fór eins og fyrri daginn. Þetta bjargaði ekki
manninum. En einfalt, og að því er virðist vitlítið sterk-
viðri, tryllt og hamslaust, gekk yfir lönd og þjóðir, braut
margt og kvistaði. En þessar miklu þjóðfélagsbyltingar
urðu upphaf lýðræðisvalda nútímans.
★
Og nú.
Hvað á nú að taka við?
Nú er hin mikla vélaöld. Nú hafa menn hina dæmalausu
þekking á tilverunni og öflum henriar, og geta hagnýtt
þetta allt. En í stað þess að hagnýta þetta til hagsælda,
friðar og velmegunar einnar, skrifar þessi vélamenning
stærsta spurningarmerki mannkynssögunnar á vegg sal-
arins:
Á þetta að leiða til lífs eða dauða?
Enn sjáum við umbótamennina, leiðtogana, beztu menn
þjóðanna, vera að starfi. Það er huggunarríkt að vita af
öllum þessum góðu mönnum starfandi, lesa um alla þessa
fundi og þing, heyra þessa sáttmála. Allt miðar þetta að
því, að mennirnir frelsi mennina frá mönnunum. Því fer
það svo, að þegar talað er um frið, er vígbúist af kappi.
Þegar fullvissað er um vináttu, er á hinu versta von.
Er það þá þetta, sem á við hinn raunhæfa nútímamann?
Er þetta blessað fálm það, sem fullnægir hans virkileika-
þrá?
Hættumar magnast dag frá degi. Það er gagnslaust að
loka augunum fyrir því, eða skrökva nokkru að sjálfum
sér og öðrum um það. Þar vinna mannlífsöflin sitt ægilega
verk. hinn eigingjarni mannshugur, hvaðan, sem honum er
stjórnað. Þar virðist því miður ekkert fálm vera á ferðum.
7