Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 26

Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 26
94 KIRKJURITIÐ dæming.“ En sá, sem er í Kristi, huggar sig með harmljóð- unum: „Því ekki útskúfar Drottinn um alla eilífð.“ Glötunarkenningin er ægileg. Enginn getur hugsað um hana til lengdar. En hún er jafn sönn fyrir því. Orð Krists um glötun verða ekki vefengd. Vér getum óskað þess, að þau séu ekki orð hans, heldur frumkristn- innar, en ekki sannfærzt um það. Máttur Guðs og kærleiki eru teknir sem rök gegn henni. En slíkt eru aðeins jarðnesk rök gegn orðum Jesú. Guðlast er hún kölluð.* Sú ásökun lendir á Kristi. „Eða hver fær t. d. skilið það, að Jesús segi dæmisögur sínar til þess að hylja fyrir mönnum sannleikann?“ Ef svo er ekki, getur engum dulizt, hvað hann átti við með dæmi- sögunni um ríka manninn og Lazarus. Sá, sem afneitar glötunarmöguleikanum, kastar rýrð á hjálpræðið. Guð sendi ekki Soninn til að frelsa menn úr engri hættu, frá engri sök. Fagnaðarerindið, friðþægingin, kærleikur Guðs, allt þetta fölnar, þegar syndin (gjörspill- ingin) og glötunin eru strikaðar út. Heilbrigðir þurfa ekki læknis við, góðir menn ekki fyrirgefningar, og öruggir menn, sem glötunin nær ekki til, ekki frelsara. Þannig varpa glötun og gjörspilling Ijóma á þann kær- leika, sem leitar að hinu týnda til að frelsa það. — Það kveikir enginn ljós í sólskini, heldur til að lýsa upp nótt- ina. „Sú þjóð, er í myrkri sat, hefir séð mikið ljós. ..." IV. Bæn fyrir framliðnum. Ég er vanur að fela önd látins manns í hönd Guðs við kistulagningu eða jarðarför. En ég geri mér ekki í hugar- lund, að bæn mín frelsi þá, sem náð Guðs hefir ekki höndl- að. Jesús einn frelsar. Á kirkjan að biðja fyrir látnum? — Á hún þá ekki að taka upp sálumessurnar? Hlutverk kirkjunnar er meðal þeirra, sem lifa. Þegar hún blessar hinn látna, er blessun * Stendur hvergi í þvi, sem ég hefi skrifað. Á. Q.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.