Kirkjuritið - 01.04.1950, Side 29

Kirkjuritið - 01.04.1950, Side 29
Hefir Jesús aldrei verið til? Erindi flutt á Hóladaginn 14. ágúst 1949. Tilefni þessa erindis eru ummæli í bók, sem út kom í Reykjavík á síðastliðnu ári, og mikið var auglýst áður en hún birtist almenningi. Ég á hér við bók próf. Níelsar Dungals: Blekking og þekking. Tilgang þessarar bókar vita allir, sem lesið hafa, sem sé niðurrif kristinnar trúar. Á bls. 419, neðarlega, standa þessi orð: „Sá Jesús frá Nazaret, sem kom opinberlega fram sem Messías, sem prédikaði siðfræði Guðsríkis, sem stofnaði Guðsríki á jörðunni og dó til að innsigla starf sitt með heilögu blóði, hefir áldrei verið til“ Að visu eru þessi orð tilvitnun úr riti þýzks vísinda- manns, en höf. bókarinnar, sem hér ræðir um, virðist gera þessa skoðun að eigin skoðun sinni: Jesús frá Naz- aret hefir aldrei verið til. Þetta væru vissulega mikil tíðindi, ef sönn væru. Og það væri sannarlega mikilsvert fyrir íslenzka vísinda- mennsku, og álit hennar út á við, að eiga þann mennta- mann, sem bæði hefir þekkingu, vitsmuni, hreinskilni og einurð til að ganga fram fyrir skjöldu og frelsa mann- kynið frá þessari stórkostlegu blekkingu, sem sagan hefir að geyma, trúnni á Jesúm Krist, ekki aðeins sem frels- ara heimsins, heldur sýna fram á það, með rökum, að allt, sem um hann hefir verið kennt um 19 aldir, hafi verið

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.