Kirkjuritið - 01.04.1950, Side 39

Kirkjuritið - 01.04.1950, Side 39
Trúin á dauðann og djöfulinn. praugagangur „Skemmtilegt er myrkrið," sagði draugur- 1 guðfræði. inn, sem reis upp um miðja nótt, þegar ljósið slokknaði. Líkt fer kunningja mínum, sr. Sigurbirni Einarssyni. Hann kann illa við ljós það úr Grundarþingum, sem bor- var hér í Kirkjuritinu að ómerkilegri skáldsögu, sem hann hafði þýtt úr sænsku. Var með þýðingu þessarar skáldsögu, eins og fleiri fyr- H’brigðum í voru andlega lífi, verið að leitast við að vekja UPP draug, sem Islendingar fengu nóg af á 17. öld. Þessi *paugur er útskúfunarkenningin. Svo magnaður var hann áður fyrr, að kunnáttumenn þurfti til að kveða hann nið- Ur- Nú er hann reyndar fyrir löngu genginn svo upp að knjám í íslenzkri kirkju, að ekki þarf nema bera ljós að honum til þess að hann hrökklist í felur eða gufi upp. Hins vegar er ástæða til að vera vel á verði, því að hinn sami draugur leikur enn lausum hala víða um heim og nður jafnvel hverjum rafti í víðáttumiklum þjóðlöndum, har sem menn eru píndir og drepnir fyrir stjórnmála- skoðanir. Þessi staðreynd gefur þeim mönnum góðar von- lr> sem þrá að leiða þá guðfræði inn í kirkjuna á ný, sem a liðnum öldum kveikti trúvillingabál og galdrabrennur Urn endilanga álfuna, þar sem trúaróðir ofstækismenn draPU meðbræður sína í krafti sinnar villimannlegu guðs- hugmyndar. Lað er alkunna, að alls konar múgsefjun, sem æst er UPP með hjátrú og hræðslu, getur komið miklu illu til leiðar. Á stríðstímum verða jafnvel skikkanlegustu menn, sem hversdagslega mundu ekki gera flugu mein, sólgnir i að drepa ,,óvini“ sína. Menn, sem komast í „flokk“,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.